Fjórða Mósebók
2 Jehóva sagði nú við Móse og Aron: 2 „Ísraelsmenn eiga að tjalda á svæðinu sem þriggja ættkvísla deild+ þeirra er ætlað, hver maður nálægt fána* ættar sinnar. Þeir skulu tjalda hringinn í kringum samfundatjaldið.
3 Þriggja ættkvísla deild Júda skal tjalda austan megin, á móti sólarupprásinni, hver fylking fyrir sig.* Höfðingi Júdasona er Nakson+ Ammínadabsson. 4 Í herdeild hans eru skráðir 74.600 menn.+ 5 Ættkvísl Íssakars á að tjalda við hlið Júda. Höfðingi sona Íssakars er Netanel+ Súarsson. 6 Í herdeild hans eru skráðir 54.400 menn.+ 7 Hinum megin er ættkvísl Sebúlons. Höfðingi sona Sebúlons er Elíab+ Helónsson. 8 Í herdeild hans eru skráðir 57.400 menn.+
9 Alls eru 186.400 skráðir í herdeildirnar í búðum Júda. Þeir skulu taka sig upp fyrstir.+
10 Þriggja ættkvísla deild Rúbens+ á að tjalda sunnan megin, hver fylking fyrir sig.* Höfðingi sona Rúbens er Elísúr+ Sedeúrsson. 11 Í herdeild hans eru skráðir 46.500 menn.+ 12 Ættkvísl Símeons á að tjalda við hlið Rúbens. Höfðingi sona Símeons er Selúmíel+ Súrísaddaíson. 13 Í herdeild hans eru skráðir 59.300 menn.+ 14 Hinum megin er ættkvísl Gaðs. Höfðingi sona Gaðs er Eljasaf+ Regúelsson. 15 Í herdeild hans eru skráðir 45.650 menn.+
16 Alls eru 151.450 skráðir í herdeildirnar í búðum Rúbens og þeir skulu taka sig upp aðrir í röðinni.+
17 Þegar samfundatjaldið er flutt+ eiga búðir Levítanna að vera mitt á milli hinna búðanna.
Ættkvíslirnar eiga að ferðast í sömu röð og þær tjalda,+ hver á sínum stað, í samræmi við þriggja deilda skipan ættkvíslanna.
18 Þriggja ættkvísla deild Efraíms á að tjalda vestan megin, hver fylking fyrir sig.* Höfðingi sona Efraíms er Elísama+ Ammíhúdsson. 19 Í herdeild hans eru skráðir 40.500 menn.+ 20 Ættkvísl Manasse+ á að vera næst Efraím. Höfðingi sona Manasse er Gamalíel+ Pedasúrsson. 21 Í herdeild hans eru skráðir 32.200 menn.+ 22 Hinum megin er ættkvísl Benjamíns. Höfðingi sona Benjamíns er Abídan+ Gídoníson. 23 Í herdeild hans eru skráðir 35.400 menn.+
24 Alls eru 108.100 skráðir í herdeildirnar í búðum Efraíms og þeir skulu taka sig upp þriðju í röðinni.+
25 Þriggja ættkvísla deild Dans á að tjalda norðan megin, hver fylking fyrir sig.* Höfðingi sona Dans er Ahíeser+ Ammísaddaíson. 26 Í herdeild hans eru skráðir 62.700 menn.+ 27 Ættkvísl Assers á að tjalda við hlið Dans. Höfðingi sona Assers er Pagíel+ Ókransson. 28 Í herdeild hans eru skráðir 41.500 menn.+ 29 Hinum megin er ættkvísl Naftalí. Höfðingi sona Naftalí er Akíra+ Enansson. 30 Í herdeild hans eru skráðir 53.400 menn.+
31 Alls eru 157.600 skráðir í búðum Dans. Þeir skulu taka sig upp síðastir+ í samræmi við þriggja deilda skipan ættkvíslanna.“
32 Þetta eru þeir Ísraelsmenn sem voru skráðir eftir ættum sínum. Alls voru 603.550 menn í búðunum skráðir í herinn.+ 33 En Levítarnir voru ekki skráðir+ með öðrum Ísraelsmönnum.+ Það var í samræmi við þau fyrirmæli sem Jehóva hafði gefið Móse. 34 Ísraelsmenn gerðu allt sem Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um. Þannig settu þeir búðir sínar í samræmi við þriggja deilda skipan ættkvíslanna+ og þannig tóku þeir sig upp+ eftir fjölskyldum og ættum.