Sakaría
14 „Sjáið, dagurinn kemur, dagur Jehóva, þegar herfanginu frá þér* verður skipt í þér miðri. 2 Ég safna saman öllum þjóðum til að heyja stríð gegn Jerúsalem. Borgin verður tekin, húsin rænd og konum nauðgað. Helmingur borgarbúa fer í útlegð en hinir verða eftir í borginni.
3 Jehóva fer og heyr stríð við þessar þjóðir+ eins og þegar hann berst á orrustudegi.+ 4 Á þeim degi stendur hann með fæturna á Olíufjallinu+ sem er austur af Jerúsalem og Olíufjallið mun klofna í miðju frá austri* til vesturs.* Þar myndast geysivíður dalur þegar helmingur fjallsins færist í norður og hinn í suður. 5 Þið munuð flýja í dalinn milli fjalla minna því að dalurinn milli fjallanna nær alla leið til Asel. Þið verðið að flýja eins og þið flúðuð vegna jarðskjálftans á dögum Ússía Júdakonungs.+ Jehóva Guð minn kemur og allir hinir heilögu með honum.+
6 Þann dag verður engin skínandi birta+ – allt stirðnar.* 7 Þetta verður einstakur dagur, þekktur sem dagur Jehóva.+ Hvorki verður dagur né nótt og bjart verður um kvöldið. 8 Á þeim degi streymir lifandi vatn+ frá Jerúsalem,+ helmingur þess til hafsins í austri*+ og helmingur til hafsins í vestri.*+ Þetta gerist bæði að sumri og vetri. 9 Og Jehóva verður konungur yfir allri jörðinni.+ Þann dag verður Jehóva einn+ og nafn hans eitt.+
10 Allt landið verður eins og Araba,+ frá Geba+ til Rimmon+ suður af Jerúsalem en hún verður upphafin og byggð mönnum á sínum stað,+ frá Benjamínshliði+ að staðnum þar sem Fyrsta hliðið var og allt að Hornhliðinu, og frá Hananelturni+ að vínpressum* konungs. 11 Fólk mun búa í borginni og hún verður aldrei aftur dæmd til eyðingar.+ Íbúar Jerúsalem munu búa við öryggi.+
12 Þetta er plágan sem Jehóva lætur koma yfir allar þjóðir sem heyja stríð gegn Jerúsalem:+ Hold þeirra rotnar meðan þeir standa enn í fæturna, augun rotna í augnatóftunum og tungan í munni þeirra.
13 Þann dag skapar Jehóva mikla ringulreið meðal þeirra. Þeir grípa hver í annan og hver höndin verður upp á móti annarri.*+ 14 Júda tekur einnig þátt í stríðinu í Jerúsalem og auðæfum allra þjóðanna í kring verður safnað saman, ógrynni af gulli, silfri og fatnaði.+
15 Svipuð plága kemur líka yfir hesta, múldýr, úlfalda, asna og allt búfé í búðum óvinanna.
16 Allir sem verða eftir af þjóðunum sem ráðast á Jerúsalem fara þangað ár eftir ár+ til að falla fram fyrir konunginum,* Jehóva hersveitanna,+ og til að halda laufskálahátíðina.+ 17 En ef einhver af ættflokkum jarðar fer ekki til Jerúsalem til að falla fram fyrir konunginum, Jehóva hersveitanna, fellur ekkert regn hjá honum.+ 18 Og ef Egyptar koma ekki þangað og inn í borgina rignir ekki hjá þeim. Í staðinn kemur yfir þá sama plága og Jehóva lætur ganga yfir þjóðirnar sem koma ekki til að halda laufskálahátíðina. 19 Þetta verður refsingin fyrir synd Egypta og synd allra þjóða sem koma ekki til að halda laufskálahátíðina.
20 Þann dag verður ritað á bjöllur hestanna: ‚Jehóva er heilagur.‘*+ Og pottarnir*+ í húsi Jehóva verða eins og skálarnar+ fyrir framan altarið. 21 Allir pottar* í Jerúsalem og Júda verða heilagir og tilheyra Jehóva hersveitanna og allir sem koma til að færa fórnir nota einhvern þeirra til að sjóða kjöt. Á þeim degi verður enginn Kanverji* lengur í húsi Jehóva hersveitanna.“+