Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • nwt 2. Þessaloníkubréf 1:1-3:18
  • 2. Þessaloníkubréf

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • 2. Þessaloníkubréf
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
Biblían – Nýheimsþýðingin
2. Þessaloníkubréf

SÍÐARA BRÉFIÐ TIL ÞESSALONÍKUMANNA

1 Frá Páli, Silvanusi* og Tímóteusi+ til safnaðar Þessaloníkumanna sem eru sameinaðir Guði föður okkar og Drottni Jesú Kristi.

2 Megi Guð faðirinn og Drottinn Jesús Kristur sýna ykkur einstaka góðvild og veita ykkur frið.

3 Okkur er skylt, bræður og systur, að þakka Guði alltaf fyrir ykkur. Það er við hæfi því að trú ykkar verður sífellt sterkari og kærleikur ykkar allra hvers til annars fer vaxandi.+ 4 Við tölum þess vegna af stolti um ykkur+ meðal safnaða Guðs og segjum frá þolgæði ykkar og trú í öllum þeim ofsóknum og erfiðleikum* sem þið verðið fyrir.*+ 5 Allt er þetta sönnun fyrir því að dómur Guðs er réttlátur og leiðir til þess að þið teljist verðug þess að ganga inn í ríki Guðs sem þið þjáist fyrir.+

6 Þessi dómur er réttlátur þar sem Guð refsar þeim sem valda ykkur þjáningum.+ 7 En þið sem þjáist fáið hvíld ásamt okkur þegar Drottinn Jesús opinberast+ af himni með máttugum englum sínum+ 8 í logandi eldi. Þá kemur hann fram hefndum á þeim sem þekkja ekki Guð og þeim sem hlýða ekki fagnaðarboðskapnum um Drottin okkar Jesú.+ 9 Þeir verða dæmdir til eilífrar eyðingar,+ fjarlægðir frá Drottni og dýrlegum mætti hans. 10 Daginn sem hann kemur verður hann dýrlegur ásamt sínum heilögu og allir sem trúa á hann munu dást að honum. Þið trúðuð því sem við boðuðum ykkur og verðið því meðal þeirra.

11 Þess vegna biðjum við alltaf fyrir ykkur að Guð telji ykkur verðug þess að hafa kallað ykkur+ og noti kraft sinn til að fullkomna allt hið góða sem hann vill gera og allt sem gert er í trú. 12 Þá verður nafn Drottins okkar Jesú dýrlegt fyrir atbeina ykkar og þið verðið upphafin vegna sambandsins við hann, þökk sé einstakri góðvild Guðs okkar og Drottins Jesú Krists.

2 En hvað varðar nærveru Drottins okkar Jesú Krists+ og að okkur sé safnað saman til að vera með honum+ biðjum við ykkur, bræður og systur: 2 Verið ekki fljót að komast úr jafnvægi eða láta hræða ykkur, hvort sem það er með innblásnum orðum,*+ munnlegum boðum eða bréfi sem virðist vera frá okkur, þess efnis að dagur Jehóva*+ sé runninn upp.

3 Látið engan leiða ykkur afvega* á nokkurn hátt því að dagurinn kemur ekki nema fráhvarfið+ komi fyrst og maður lögleysisins+ opinberist, sonur glötunarinnar.+ 4 Hann upphefur sig og stendur á móti öllum svokölluðum guðum og öllu sem er dýrkað.* Þannig sest hann í musteri Guðs og kemur opinberlega fram sem guð. 5 Munið þið ekki að ég talaði um þetta meðan ég var hjá ykkur?

6 Og nú vitið þið hvað heldur aftur af honum svo að hann opinberist ekki fyrr en tíminn er kominn. 7 Reyndar er þetta lögleysi þegar farið að starfa með leynd+ og svo verður þangað til sá sem heldur nú aftur af því víkur úr vegi. 8 Þá mun lögleysinginn opinberast, hann sem Drottinn Jesús mun ryðja úr vegi með anda munns síns+ og gera að engu þegar nærvera hans verður augljós.+ 9 En lögleysinginn er nærverandi af völdum Satans+ sem gerir honum kleift að gera alls konar máttarverk, lygatákn og undur*+ 10 og beita alls konar ranglæti til að blekkja.+ Það blekkir þá sem tortímast í refsingarskyni fyrir að hafa ekki tekið við sannleikanum né elskað hann svo að þeir gætu bjargast. 11 Þess vegna lætur Guð villa um fyrir þeim svo að þeir fari að trúa lyginni.+ 12 Þeir verða allir dæmdir af því að þeir trúðu ekki sannleikanum heldur höfðu dálæti á ranglætinu.

13 En okkur er skylt að þakka Guði alltaf fyrir ykkur, bræður og systur sem Jehóva* elskar, því að hann valdi ykkur í upphafi+ til að bjargast. Hann helgaði ykkur+ með anda sínum af því að þið trúðuð á sannleikann. 14 Hann kallaði ykkur til þessa með fagnaðarboðskapnum sem við boðum svo að þið gætuð hlotið sömu dýrð og Drottinn okkar Jesús Kristur.+ 15 Bræður og systur, verið því staðföst+ og haldið ykkur við það sem ykkur hefur verið kennt,+ hvort sem það var munnlega eða með bréfi frá okkur. 16 Og megi Drottinn okkar Jesús Kristur og Guð faðir okkar, sem elskaði okkur+ og gaf okkur eilífa huggun og bjarta von+ í einstakri góðvild sinni, 17 hugga hjörtu ykkar og styrkja ykkur* í öllum góðum verkum og orðum.

3 Að lokum, bræður og systur, haldið áfram að biðja fyrir okkur.+ Biðjið að orð Jehóva* breiðist hratt út+ og sé í heiðri haft eins og það er hjá ykkur 2 og að okkur sé bjargað frá vondum og spilltum mönnum.+ Það hafa ekki allir trú.+ 3 En Drottinn er trúr og hann mun styrkja ykkur og vernda fyrir hinum vonda. 4 Og við sem þjónum Drottni treystum að þið fylgið fyrirmælum okkar núna og fylgið þeim áfram. 5 Megi Drottinn halda áfram að leiða hjörtu ykkar svo að þið elskið Guð+ og haldið út+ vegna Krists.

6 Nú gefum við ykkur þau fyrirmæli, bræður og systur, í nafni Drottins okkar Jesú Krists að hætta að umgangast hvern þann í söfnuðinum sem er óstýrilátur+ og fylgir ekki þeim leiðbeiningum sem við gáfum ykkur.*+ 7 Þið vitið sjálf hvernig þið eigið að líkja eftir okkur.+ Við lifðum sómasamlega meðal ykkar 8 og borðuðum ekki hjá neinum án þess að borga fyrir okkur.+ Við unnum öllu heldur dag og nótt með erfiði og striti til að vera ekki fjárhagsleg byrði á neinu ykkar.+ 9 Ekki svo að skilja að við ættum ekki rétt á því+ heldur vildum við vera ykkur fyrirmynd til eftirbreytni.+ 10 Við sögðum reyndar ítrekað meðan við vorum hjá ykkur: „Ef einhver vill ekki vinna á hann ekki heldur að fá að borða.“+ 11 En nú heyrum við að sumir á meðal ykkar séu óstýrilátir,+ vinni ekki neitt og blandi sér í það sem þeim kemur ekki við.+ 12 Slíkum mönnum skipum við og við brýnum fyrir þeim í nafni Drottins Jesú Krists að vinna kyrrlátlega og vinna sjálfir fyrir mat sínum.+

13 En þið, bræður og systur, gefist ekki upp á að gera það sem er gott. 14 Ef einhver hlýðir ekki því sem við segjum í þessu bréfi skuluð þið merkja hann og hætta að umgangast hann+ svo að hann skammist sín. 15 Lítið þó ekki á hann sem óvin heldur áminnið hann+ áfram sem bróður.

16 Megi Drottinn friðarins veita ykkur stöðugan frið á allan hátt.+ Drottinn sé með ykkur öllum.

17 Ég, Páll, skrifa þessa kveðju með eigin hendi+ og þannig merki ég öll bréf mín. Þannig skrifa ég.

18 Einstök góðvild Drottins okkar Jesú Krists sé með ykkur öllum.

Einnig nefndur Sílas.

Eða „þrengingum“.

Eða „þolið“.

Eða „með anda“. Sjá orðaskýringar, „andi“.

Sjá viðauka A5.

Eða „tæla ykkur“.

Eða „er sýnd lotning“.

Það er, fyrirboða.

Sjá viðauka A5.

Eða „gera ykkur staðföst“.

Sjá viðauka A5.

Eða hugsanl. „honum“.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila