„Þróunarkenningin er trú dulbúin sem vísindi“
„Skoðanakönnun á vegum Associated Press/NBC leiðir í ljós að 76 af hundraði Bandaríkjamanna álíta að kenna ætti bæði þróunarkenninguna og sköpunina í ríkisskólum. Aðeins átta af hundraði vildu láta kenna einungis þróunarkenninguna og tíu af hundraði einungis sköpunarkenninguna. Sex af hundraði tóku ekki afstöðu. . . .
Aðalröksemdin gegn því að kenna sköpunarkenninguna í ríkisskólum er sú að hún sé trú dulbúin sem vísindi. En að því er dr. Carl Sagan segir er þróunarkenningin trú dulbúin sem vísindi . . .
Engin kenning, hvorki vísindaleg né stjórnmálaleg, getur haldið velli ef reisa þarf múr í kringum hana til að halda áhangendum inni og andstæðingum úti. Ef hægt er að fordæma þá fjötra sem fylgja meingallaðri stjórnmálahugmyndafræði svo sem kommúnisma, ætti þá ekki að rífa niður múrinn í kringum athvarf þróunarkenningarinnar svo að andstæðingar geti barist á jafnréttisgrundvelli? . . .
Þróunarsinnar vilja ekki berjast. Þeir hafa þegar lýst yfir sigri og líta á sérhverja árás á veldi sitt sem sýndarmennsku. Getur hugsast að þeir forðist beinan bardaga sökum þess að þeir hafi þróast af litlum, skelfdum fuglsungum?“ — Cal Thomas í New York-blaðinu Daily News, föstudaginn 22. ágúst 1986.