Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g87 8.10. bls. 16
  • Fóstureyðing – þekking færir ábyrgð

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Fóstureyðing – þekking færir ábyrgð
  • Vaknið! – 1987
  • Svipað efni
  • Fóstureyðing — ekki einföld lausn
    Vaknið! – 2009
  • Fóstureyðing – hve dýru verði?
    Vaknið! – 1987
  • Hvað segir Biblían um fóstureyðingar?
    Biblíuspurningar og svör
  • Þess vegna létum við ekki eyða fóstri
    Vaknið! – 2009
Sjá meira
Vaknið! – 1987
g87 8.10. bls. 16

Fóstureyðing – þekking færir ábyrgð

Lætur þú alltaf í þér heyra þegar þú veist hvað er rétt? Það er gott að gera, einkum þegar velferð annarra er í húfi. Eftir að hafa lesið grein um fóstureyðingar í áður útkomnu tölublaði þessa tímarits sendi móðir á Englandi eftirfarandi bréf:

„Ég er nýbúin að lesa ‚Bréf frá móður ófædds barns‘ í Vaknið! þann 22. júlí [október-desember 1986 á íslensku] og hún skar mig í hjartað.

Ég hef aldrei látið eyða fóstri, en þegar ég var komin fjóra mánuði á leið af fyrsta barni mínu var mágkona mín komin tvo mánuði á leið af þriðja barni sínu. Litlu dæturnar hennar tvær voru nýbyrjaðar í skóla og hún hafði ráðið sig í vellaunaða vinnu. Hana langaði til að kaupa eitt og annað: húsgögn, myndbandstæki, nýja bifreið, plöntur fyrir garðinn. En ef hún eignaðist barn yrði hún að hætta í vinnunni og missti þær tekjur sem hún ætlaði að nota til að kaupa allt þetta. Því ákvað hún að láta eyða fóstrinu.

Eftir því sem nálgaðist sá dagur, þegar aðgerðin átti að fara fram, varð hún spenntari en mér leið ver og ver við tilhugsunina. Það var um þetta leyti sem ég fór fyrst að finna barnið mitt sparka í kviði mér, og mér var oft hugsað til þess að barnið í kviði mágkonu minnar væri líka að vaxa.

Kvöldið sem eyða átti fóstrinu rann upp og ég vonaði í lengstu lög að mágkona mín myndi skipta um skoðun. Ég gat séð barnið hennar fyrir mér, öruggt í skjólgóðu móðurlífi hennar við mjúkan og róandi hjartslátt móður sinnar. Mig hryllti við þeirri hugsun að þetta litla barn yrði hrifsað út úr sínum örugga, litla heimi og tortímt. Ég grét beisklega við tilhugsunina. Mágkona lét eyða fóstrinu. Litla dóttir mín mun aldrei kynnast frænda sínum eða frænku sem hún hefði getað alist upp með þar eð þau hefðu verið næstum jafnaldra.

En hvað um mágkonu mína? Hún missti vinnuna og fann sér aðra og hefur unnið á ýmsum stöðum síðan. Hún fékk myndbandstækið sitt, nýju bifreiðina, plönturnar, nýju fötin og margt fleira, en hún mátti líka þola þunglyndisskeið og yfirgaf þá mann sinn og börn. Hún sneri aftur nokkrum dögum síðar. En hún er ekki hamingjusöm. Þegar hún heimsækir mig leika dætur hennar tvær við dóttur mína og ellefu mánaða son, og segja um dóttur mína: ‚Er hún ekki sæt, mamma? Ég vildi að við ættum litla systur eða bróður.‘ Þá gjóa ég augunum til hennar til að sjá svipbrigði hennar. Mig langar til að hughreysta hana vegna þess að þegar hún lét eyða fóstri gerði hún sér ekki raunverulega grein fyrir hvað hún var að gera. En mágkona mín tók peningana fram yfir líf barnsins og ég sé ekki betur en að hún harmi það núna.

En þetta hefur komið mér til að spyrja mig mjög alvarlegrar spurningar. Ég lít á mig sem einn af vottum Jehóva þótt ég sé enn óskírð, en ég sé að ég á enn margt ólært því að sannir vottar eru eins og Jesús og sýna öllum kærleika og hluttekningu, óháð því hvernig þeir hafa verið og hvað þeir hafa gert. Ég þrái þann dag þegar ég get í sannleika sagt að ég beri sama hug til annarra og get borið nafn Jehóva með stolti. Ef ég hefði ekki verið tvístígandi svona lengi hefði ég kannski haft hugrekki til að bera vitni fyrir mágkonu minni og það hefði kannski bjargað lífi barnsins hennar.“

Það er einlæg von útgefenda tímaritsins Vaknið! að þessi greinaröð megi hafa slík áhrif.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila