Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g88 8.10. bls. 3
  • Leyndardómurinn mikli

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Leyndardómurinn mikli
  • Vaknið! – 1988
  • Svipað efni
  • Hvað gerist þegar við deyjum?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Af hverju óttumst við dauðann?
    Vaknið! – 2008
  • Ýmsar algengar hugmyndir um dauðann
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2002
  • Hvert er viðhorf þitt til dauðans?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2002
Sjá meira
Vaknið! – 1988
g88 8.10. bls. 3

Leyndardómurinn mikli

‚EF ÞÚ hefðir tækifæri til að spyrja Guð persónulega um hvað sem þú vildir, hvað myndir þú spyrja um?‘ Þessi spurning var borin fram í skoðanakönnun sem gerð var á Englandi nýverið. Í ljós kom að 31 af hundraði þeirra sem talað var við vildi fá að vita: „Hvað verður um okkur þegar við deyjum?“

Myndir þú spyrja um það ef þú fengir tækifæri?

Dauðinn „er það eina sem við vitum með vissu, og sú vitneskja er sameiginleg öllum sem lifa,“ segir rannsóknarmaðurinn Mog Ball í bókinni Death. En eins og Ball bendir á er það þversagnarkennt að dauðinn „er ekki umræðuefni fólks almennt. Dauðinn er ekki málefni sem fólk talar um við þá sem það þekkir ekki vel.“

Í raun vilja margir ekki svo mikið sem hugsa um dauðann. Eins og The World Book Encyclopedia segir: „Flestir óttast dauðann og reyna að forðast að hugsa um hann.“ Þessi ótti er í rauninni ótti við hið óþekkta því að fyrir flesta er dauðinn leyndardómur. Því er algengt að fólk noti ýmis veigrunarorð þegar það talar um að einhver sé dáinn, svo sem „fallinn í valinn,“ „sofnaður svefninum langa,“ „andaður,“ „farinn,“ „horfinn“ eða „látinn.“ En getum við ekki verið nákvæmari þegar við lýsum því hvað gerist við dauðann, úr því að við sjáum öll fram á að þurfa að deyja?

Efahyggjumenn segja að við séum að spyrja spurninga sem byggjast á ímynduðum forsendum því að hér sé einfaldlega um trúaratriði að ræða. Eins og Encyclopædia Britannica orðar það: „Dauðinn er ekki líf. Hins vegar er aðeins hægt að geta sér til um hvað hann er.“ Þó segir í þessu sama uppsláttarriti: „Sú trú að maðurinn lifi eftir dauðann í einhverri mynd hefur haft djúptæk áhrif á hugsun, tilfinningar og atferli mannkyns. Þessa trú er að finna í öllum trúarbrögðum að fornu og nýju.“

Í hvaða myndum birtast þessar trúarhugmyndir? Varpa þær sannleiksljósi á það hvað verður um okkur eftir dauðann eða er og verður dauðinn leyndardómur?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila