Gerðu fjölskyldulífið hamingjuríkt
ÞEGAR sjúklingur í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sendi einni af hjúkrunarkonum sínum smáritið Farsælt fjölskyldulíf hringdi hjúkrunarkonan til að þakka henni fyrir. Hjúkrunarkonan sagðist hafa sýnt manninum sínum smáritið og þau hefðu lesið það saman og kunnað vel að meta. Hún sagði meira að segja að þau tryðu varla að til væri svona gott hjálpargagn handa fjölskyldum.
Sjúklingurinn segir svo frá: „Hjúkrunarkonan sagði mér að efni smáritsins væri einmitt það sem þau hjónin hefðu verið að ræða um að væri ákjósanlegt og uppbyggjandi fyrir fjölskyldulífið, en þau hefðu alls ekki gert sér grein fyrir að eitthvað væri fáanlegt á prenti um málið. Hún lauk símtalinu með því að segja að hún hefði smáritið alltaf meðferðis og læsi það aftur og aftur. Hún bað mig að sýna sér meira efni um fjölskyldulífið ef ég hefði eitthvað slíkt.“
Sjúklingurinn sendi hjúkrunarkonunni bókina Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt og gerði ráðstafanir til að hitta hana til að ræða efnið við hana. Kannski vilt þú líka fá upplýsingar og hjálp til að gera fjölskyldulíf þitt hamingjuríkara. Hafðu samband við Varðturninn, Pósthólf 8496, 128 Reykjavík, ef þú vilt eignast bókina Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt eða fá ókeypis biblíunám á heimili þínu.