Berklar ná sér aftur á strik!
FRÁ og með sjötta áratugnum fækkaði berklatilfellum í Bandaríkjunum um 5 af hundraði á ári. En frá 1985 hefur skráðum tilfellum fjölgað um 18 af hundraði. Enn meiri ugg vekur að komið er fram nýtt, lyfþolið afbrigði af sjúkdómnum. Talið er að berklar bani þrem milljónum manna á ári nú sem stendur. Hvers vegna hefur sóknin gegn berklum snúist í undanhald?
Ein ástæðan er sú að margir sjúklingar taka ekki lyfin þann tíma sem krafist er — oft sex til níu mánuði. Í New York leiddi könnun til dæmis í ljós að af um 200 sjúklingum með virka berkla luku 89 af hundraði ekki meðferð. „Það er hrikalegt,“ segir dr. Lee Reichman, forseti Bandarísku lungnasamtakanna, „vegna þess að þetta fólk (a) læknast ekki og (b) það myndar sennilega berkla sem eru ónæmir fyrir þeim lyfjum sem venjulega eru notuð.“ En þeir sem ganga með sjúkdóminn hafa ekki bara áhrif á eigin heilsu. „Með því að taka ekki lyfin geta þeir smitað aðra,“ bætir dr. Reichman við. Það á eflaust sinn þátt í því að nú greinast um átta milljónir nýrra tilfella í heiminum ár hvert, að því er talið er.
Biblíunemendum er ljóst að ‚drepsóttir á ýmsum stöðum‘ eru þáttur í tákni þess að við lifum á „síðustu dögum“ þessa heimskerfis. (Lúkas 21:11; 2. Tímóteusarbréf 3:1) Hvað kemur í kjölfarið? Ný jörð þar sem „enginn borgarbúi mun segja: ‚Ég er sjúkur.‘“ (Jesaja 33:24) Já, Jehóva Guð lofar varanlegri lækningu, ekki tímabundinni lausn, og heitir að uppræta dauðann. — Opinberunarbókin 21:1-4.