Hvaða land getur það verið?
Í hinum þróuðu ríkjum heims er yfirleitt álitið að mútur, spilling og fátækt sé landlæg í Afríku og Rómönsku-Ameríku. Við hvaða land er þá átt í eftirfarandi klausu?
„Ráðherrar ljúga, kaupsýslumenn eru fangelsaðir fyrir spillingu, opinberir starfsmenn eru staðnir að mútuþægni, stjórnmál eru litin hornauga, stjórnmálamenn eru illa þokkaðir og álitnir drykkfelldir og kynóðir. . . . Stigamenn sitja um ferðamenn á þjóðvegum út um land allt. . . . Venjulegir glæpir hafa haldist í hendur við spillingaröldu í iðnaði, fjármálastarfsemi og opinberri þjónustu. . . . Ellefu milljónir manna skortir nú þrjár eða fleiri af brýnustu lífsnauðsynjum . . . og þeim sem búa við sárustu fátækt — skortir sjö eða fleiri lífsnauðsynjar — hefur fjölgað úr 2,5 milljónum í 3,5.“ — Phillip Knightley, The Australian Magazine.
Giskaðirðu rétt? Svarið er Bretland. En það er sorglegt til að hugsa að þessi lýsing gæti átt við tugi annarra landa. Öll þörfnumst við sárlega góðrar og heiðarlegrar stjórnar! Já, við þörfnumst stjórnar Guðs í höndum ríkisins sem Jesús kenndi fylgjendum sínum að biðja um: „Til komi þitt ríki.“ — Matteus 6:10.