‚Mjög sérstök bók‘
Í bókinni Mesta mikilmenni sem lifað hefur er leitast við að greina frá hverjum einasta atburði í ævi Jesú hér á jörð eins og þeim er lýst í guðspjöllunum. Sjötug kona í Moskvu, sem lesið hafði bókina, skrifaði: „Ég hef aldrei áður lesið slíka bók. Mig langar til að fræðast meira um Guð og Jesú Krist og jafnvel að fá biblíunámskeið.“
Útibú votta Jehóva í Rússlandi fær fjölda bréfa af þessu tagi þar sem minnst er á ákveðin biblíurit. Áþekkt bréf barst frá konu í Tsjeljabínsk sem er rösklega milljón manna borg um 1500 kílómetrum austur af Moskvu.
Hún sagði um bókina Mesta mikilmenni sem lifað hefur: „Bókin er mjög sérstök. Hún veitir fólki von um hamingjuríka framtíð og fræðir það um forna sögu. Áður en ég fékk þessa bók í hendur hugsaði ég aldrei um Guð og hafði engan áhuga á trúmálum, en nú langar mig til að láta skírast. Ég hef mikinn áhuga á að kynna mér rit ykkar. Mig langar til að tala við vini mína, kunningja og ættingja um það sem ég hef lesið.“
Þú getur líka eignast rit sem geta frætt þig um Jesú Krist og vonina um líf í nýjum heimi sem Biblían boðar. Ef þig langar til að eignast bókina Mesta mikilmenni sem lifað hefur eða fá ókeypis biblíunámskeið á heimili þínu, hafðu þá samband við Varðturninn, Pósthólf 8496, 128 Reykjavík, sími 533 1660, eða notaðu viðeigandi heimilisfang á bls. 5.