Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g 10.11 bls. 3
  • Kreppan skellur á

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Kreppan skellur á
  • Vaknið! – 2011
  • Svipað efni
  • Borgar sig að stofna til skulda?
    Vaknið! – 1996
Vaknið! – 2011
g 10.11 bls. 3

Kreppan skellur á

„VERSTA efnahagsástand okkar kynslóðar.“ Þannig lýsti Encyclopædia Britannica Online kreppunni sem nýlega skall á heimsbyggðinni. Niðursveiflan í efnahagslífinu, sem hófst í Bandaríkjunum árið 2007, er svo alvarleg og hefur haft áhrif á svo mörg lönd að hún er oft kölluð kreppan.

Hvað orsakaði þessa kreppu? Tímaritið Newsweek segir ástæðuna einfalda: „Æðisgengin og ábyrgðarlaus lántaka.“ En hvers vegna tók fólk lán til að kaupa hluti sem það hafði í raun ekki efni á?

Þú ert sennilega sammála því að efnahagskerfi heimsins ýti undir græðgi og hafi einmitt hvatt fólk til taka lán á lán ofan. Skilaboðin voru í raun þessi: „Kauptu! Kauptu! Kauptu!“, hvort sem þú hefur efni á því eða ekki. „Heil kynslóð fólks hefur lært í hörðum skóla reynslunnar hversu hættulegt það er að skuldsetja sig of mikið,“ segir hagfræðingurinn Chris Farrell í bók sinni The New Frugality.

Margar þjóðir súpa nú seyðið af kreppunni. Í mars í fyrra stóð í forsíðufrétt blaðsins Sunday Times í Suður-Afríku: „Þrátt fyrir merki um efnahagsbata eiga neytendur . . . enn í basli með að ná endum saman.“ Í frétt blaðsins kom fram að „næstum þrjár milljónir neytenda [í Suður-Afríku] séu þremur mánuðum á eftir með að borga reikningana sína og að um það bil 250.000 manns í hópi meðaltekjufólks hafi misst vinnuna á síðustu tveimur árum“.

Tugir milljóna hafa misst vinnuna á síðustu árum. Í umfjöllun blaðsins Financial Times um hinn meinta efnahagsbata í Bandaríkjunum kveður við hæðnistón þar sem segir: „Efnahagsbatann frá júní 2009 mætti kalla ,vonbrigðin miklu‘.“ Blaðið bætir við: „Margir hagfræðingar telja að þörfin á að borga niður skuldir muni halda aftur af neyslu almennings í mörg ár til viðbótar.“

Ef þú hefur orðið fyrir barðinu á kreppunni geturðu eflaust samsinnt því sem pistlahöfundurinn David Beart skrifaði: „Það virðist vera mikil umræða um efnahagsvanda heimsins en litlar upplýsingar að finna um lausn á honum.“

Greinarnar á eftir hafa verið skrifaðar til að hjálpa þeim sem eiga við skuldavanda að etja. Rætt verður um eftirfarandi spurningar: Hvers vegna að spara í stað þess að eyða? Hvað geturðu gert ef þú ert skuldum vafinn? Hvernig geturðu lært að fara betur með peninga?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila