Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g16 Nr. 3 bls. 8-9
  • Ignaz Semmelweis

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ignaz Semmelweis
  • Vaknið! – 2016
  • Svipað efni
  • Efnisyfirlit
    Vaknið! – 2016
  • Spurningar frá lesendum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
  • Er sigur brátt í höfn í baráttunni við sjúkdóma og dauða?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1991
  • Heilbrigðar mæður, heilbrigð börn
    Vaknið! – 2010
Vaknið! – 2016
g16 Nr. 3 bls. 8-9

SVIPMYNDIR ÚR FORTÍÐINNI

Ignaz Semmelweis

Ignaz Semmelweis

IGNAZ SEMMELWEIS er kannski ekki mjög þekkt nafn en þó njóta flestar fjölskyldur gagns af vinnu hans. Hann var fæddur í Búda (nú Búdapest) í Ungverjalandi og lauk læknanámi við Vínarháskóla árið 1844. Þegar hann hóf störf sem aðstoðarmaður prófessors við fæðingardeild Almenna sjúkrahússins í Vínarborg árið 1846 þurfti hann að horfast í augu við þá skelfilegu staðreynd að yfir 13 prósent sængurkvenna þar dó af völdum barnsfararsóttar.

Þessi sjúkdómur var mönnum enn hulin ráðgáta þó að ýmsar tilgátur hefðu verið settar fram um orsök hans. Allar tilraunir til að lækka dánartíðnina reyndust árangurslausar. Semmelweis fannst mjög erfitt að horfa upp á allar þessar mæður deyja hægum og kvalafullum dauðdaga. Hann var því staðráðinn í að finna orsök sjúkdómsins og koma í veg fyrir hann.

Á sjúkrahúsinu voru tvær aðskildar fæðingarstofur. Furðu sætti að dánartíðnin á annarri þeirra var miklu hærri en á hinni. Eini munurinn var sá að á annarri stofunni voru læknanemar í starfsþjálfun en ljósmæður á hinni. Hvers vegna var þá svona mikill munur á dánartíðninni? Semmelweis reyndi að svara þeirri spurningu með því að útiloka mögulegar orsakir sjúkdómsins. En sökudólgurinn fannst ekki.

Snemma árs 1847 fékk Semmelweis mikilvæga vísbendingu. Samstarfsmaður hans og vinur, Jakob Kolletschka, lést af völdum blóðeitrunar eftir að hafa fengið sár þegar hann krufði lík. Þegar Semmelweis las skýrslu um krufninguna á líki Jakobs sá hann að sumar niðurstöður í henni voru eins og í krufningarskýrslum sjúklinga sem höfðu látist af barnsfararsótt. Þar af leiðandi ályktaði Semmelweis að það sem hann taldi vera „eitur“ úr líkum gæti hafa sýkt ófrísku konurnar og orðið þess valdandi að þær veiktust af barnsfararsótt. Læknar og læknanemar krufðu oft lík áður en þeir fóru yfir á fæðingardeildina. Þegar þeir skoðuðu sængurkonur eða tóku á móti barni báru þeir óafvitandi sjúkdóminn í konurnar. Dánartíðnin á hinni fæðingarstofunni var lægri vegna þess að ljósmæður í starfsþjálfun krufðu ekki lík.

Semmelweis kom strax á reglu um handþvott sem fólst í því að læknarnir áttu að sótthreinsa hendurnar upp úr klórblöndu áður en þeir skoðuðu ófrískar konur. Árangurinn var stórkostlegur og dánartíðnin snarlækkaði. Hún fór úr 18,27 prósentum í aprílmánuði niður í 0,19 prósent í árslok.

„Kenning mín er lögð fram til að losa fæðingarspítalana við skelfinguna, vernda eiginkonuna manns hennar vegna og móðurina barnsins vegna.“ – Ignaz Semmelweis.

Ekki voru allir ánægðir með velgengni Semmelweis. Árangurinn af aðgerðum hans ögraði kenningum yfirmanns hans um barnsfararsótt auk þess sem það fór fyrir brjóstið á honum hversu aðgangsharður Semmelweis var. Semmelweis missti að lokum stöðu sína í Vínarborg og sneri aftur til Ungverjalands þar sem hann tók við stjórn fæðingardeildar St. Rochus sjúkrahússins í Pest. Í kjölfarið fór dánartíðni vegna barnsfararsóttar niður fyrir eitt prósent á sjúkrahúsinu.

Árið 1861 gaf Semmelweis út mikilvægasta verk sitt, bókina Die Aetiologie, der Begriff und die Prophylaxis des Kindbettfiebers (Barnsfararsótt – orsök, hugtak og forvörn). Því miður var mikilvægi uppgötvana hans ekki viðurkennt fyrr en nokkrum árum síðar. Fram að þeim tíma glötuðust fjölmörg mannslíf sem hefði mátt bjarga.

Ignaz Semmelweis þvær sér um hendurnar.

Ignaz Semmelweis knúði fram hreinlætisaðgerðir á heilbrigðisstofnunum undir hans umsjón. – Málverk eftir Robert Thom.

Semmelweis var að lokum viðurkenndur sem einn af frumkvöðlum nútímasóttvarna. Verk hans áttu sinn þátt í að sanna að smásæ efni geti valdið sjúkdómum. Hann var einn þeirra sem lögðu hornsteininn að sýklakenningunni en hún er talin „mikilvægasta einstaka framlag til læknisfræðinnar“. Athyglisvert er að meira en 3.000 árum áður höfðu Móselögin, sem urðu síðar hluti af Biblíunni, þegar gefið nákvæmar leiðbeiningar um hvernig skyldi meðhöndla lík.

Í HNOTSKURN

  • Á 19. öld dó fjöldi kvenna af völdum barnsfararsóttar í Evrópu. Dánartíðnin var allt að 30 prósent.

  • Allt frá 1674 höfðu menn séð örverur í smásjá en þá var hættan af þeim ekki enn þá fyllilega þekkt. Algengt var að læknar tækju á móti börnum strax eftir að hafa krufið lík, án þess að sótthreinsa hendurnar fyrst.

  • Semmelweis innleiddi handþvott við lækningar og bjargaði þar með ótal mannslífum.

Hvað sagði Biblían?

Móselögin, sem eru frá 16. öld f.Kr., kváðu á um að hver sá sem snerti lík yrði óhreinn í sjö daga og þyrfti að fara í gegnum ákveðna hreinsun sem fólst meðal annars í því að lauga sig og þvo klæði sín. Á hreinsunartímanum átti hann að forðast snertingu við annað fólk. – 4. Mósebók 19:11-22.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila