Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g17 Nr. 2 bls. 12-13
  • Heimsókn til Spánar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Heimsókn til Spánar
  • Vaknið! – 2017
Vaknið! – 2017
g17 Nr. 2 bls. 12-13
Borgin Toledo, vinsæll áfangastaður ferðamanna á Spáni.

Toledo er ein helsta sögu- og menningarborg Spánar. Hún var sett á heimsminjaskrá árið 1986 og er vinsæll viðkomustaður ferðamanna.

LÖND OG ÞJÓÐIR

Heimsókn til Spánar

Landið Spánn merkt sérstaklega á landakorti.

SPÁNN er fjölbreytilegt land bæði hvað varðar landslag og mannlíf. Hveitiakrar, vínviðir og ólífutré þekja stóran hluta Spánar. Í suðri er ekki nema um 14 kílómetra sund sem aðskilur meginland Spánar og Afríku.

Fólk af ýmsum þjóðum fluttist á þetta suðvesturhorn Evrópu, þeirra á meðal Fönikíumenn, Grikkir og Karþagómenn. Þegar Rómverjar lögðu undir sig svæðið á þriðju öld f.Kr. nefndu þeir það Hispaníu. Síðar bjuggu Vestgotar og Márar í landinu. Þeir skildu allir eftir sig menningararf.

Árið 2015 heimsóttu meira en 68 milljónir ferðamanna Spán. Flestir koma vegna hvítu strandanna og veðurblíðunnar auk þess sem listaverk, sögufrægir staðir og byggingarlist draga til sín marga. Spænskur matur heillar einnig. Dæmigerður spænskur matur er meðal annars sjávarréttir, matarmiklir pottréttir, hráskinka, salat og grænmeti matreitt eða bragðbætt með ólífuolíu. Spænskar eggjakökur, tapas-réttir og paella eru þekkt um allan heim.

Mariscada, algengur spænskur sjávarréttur.

Mariscada er algengur sjávarréttur.

Tveir spænskir flamengódansarar.

Flamengódans.

Spánverjar eru opnir og vingjarnlegir. Flestir játa rómversk-kaþólska trú en tiltölulega fáir sækja messur. Á síðustu árum hefur fólk frá Mið- og Suður-Ameríku, Afríku og Asíu flust til Spánar. Margir innflytjendanna hafa gaman af að ræða trú sína og siðvenjur. Vottar Jehóva hafa átt innihaldsríkar samræður við innflytjendur og aðstoðað þá við að kynnast sjónarmiði Biblíunnar á ýmsum málefnum.

Árið 2015 tóku fleiri en 10.500 vottar þátt í sjálfboðastarfi við að byggja eða endurnýja 70 af samkomustöðum sínum, sem þeir kalla ríkissali. Sveitarfélög lögðu til lóðir fyrir sum þessara verkefna. Vottar Jehóva halda samkomur fyrir innflytjendur á meira en 30 tungumálum auk spænsku. Árið 2016 sóttu yfir 186.000 manns sérstaka samkomu sem vottar Jehóva halda til að minnast dauða Jesú Krists.

VISSIR ÞÚ?

Á Spáni er framleidd meiri ólífuolía en í nokkru öðru landi í heiminum.

Fjallið Teide á Kanaríeyjum er hæsta fjall Spánar. Það er 3.718 metra hátt. Það er þriðja hæsta eldfjall heims mælt frá sjávarbotni.

  • HELSTU TUNGUMÁL: SPÆNSKA, BASKNESKA, KATALÓNSKA, GALISÍSKA OG VALENSÍSKA.

  • ÍBÚAFJÖLDI: 46.439.000

  • HÖFUÐBORG: MADRÍD

  • VEÐURFAR: ALLT FRÁ HEITUM SUMRUM TIL TÖLUVERT KALDRA VETRA.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila