Innri kápusíða
Kæri lesandi.
Hinn vitri Salómon konungur skrifaði: „Gleð þig, ungi maður [eða unga kona], í æsku þinni og láttu liggja vel á þér unglingsár þín og breyttu eins og hjartað leiðir þig og eins og augun girnast.“ (Prédikarinn 11:9) Lífið getur verið mjög skemmtilegt og spennandi þegar maður er ungur og við viljum að þú njótir þess. En við hvetjum þig til að lifa lífinu þannig að þú gleðjir Jehóva Guð. Gleymdu aldrei að hann getur séð hvernig þú notar líf þitt og hann dæmir þig eftir því. Það er því skynsamlegt að fylgja ráðunum sem Salómon gaf þessu næst: „Mundu eftir skapara þínum á unglingsárum þínum.“ — Prédikarinn 12:1.
Það er einlæg bæn okkar að efni þessarar bókar hjálpi þér að taka ákvarðanir sem eru í samræmi við vilja Guðs og auðveldi þér að standast þær freistingar og þann þrýsting sem mætir ungu fólki nú á dögum. Ef þú gerir það gleðurðu hjarta Jehóva. — Orðskviðirnir 27:11.
Stjórnandi ráð Votta Jehóva