Fyrirmynd — Asaf
Asaf gengur í gegnum erfitt tímabil í lífi sínu. Allt í kringum sig sér hann fólk brjóta lög Guðs og það virðist komast upp með það. Þess vegna veltir Asaf því fyrir sér hvort það borgi sig að leggja sig fram við að þóknast Guði. „Til einskis hef ég haldið hjarta mínu hreinu og þvegið hendur mínar í sakleysi,“ segir hann. En eftir að hafa hugleitt málið vandlega skiptir hann um skoðun. Hann áttar sig á að hamingja hinna vondu er skammvinn. Að hvaða niðurstöðu kemst Asaf? „Hafi ég þig,“ segir hann við Jehóva í söng, „hirði ég eigi um neitt á jörðu.“ — Sálmur 73:3, 13, 16, 25, 27.
Kannski dregur þú stundum í efa gildi þess að lifa eftir lífsreglum Guðs. En líktu eftir Asaf sem skyggndist undir yfirborðið. Hugsaðu um aðstæður þeirra sem hafa hunsað lög Jehóva. Njóta þeir raunverulegs friðar? Hafa þeir fundið einhverja leið að hamingjunni sem þjónar Guðs vita ekki um? Eftir að hafa hugleitt málið vandlega langar þig örugglega til að taka undir með Asaf sem sagði: „Mín gæði eru það að vera nálægt Guði.“ — Sálmur 73:28.