Söngur 29
Göngum fram í ráðvendni
1. Guð, dæmdu mig, mitt traust og trúfesti
og mína tryggðarlund og mína ráðvendni.
Sál mína hreinsa, hjartað reyndu nú
svo hljóti ég þinn frið og líf mitt blessir þú.
(VIÐLAG)
Ég ætla mér, staðráðinn ávallt er,
mér ætíð ganga ber í ráðvendni með þér.
2. Með lygurum ég ekki lifa vil
og aldrei liggi leið mín vondra manna til.
Sál mína þurrka eigi út með þeim
sem þiggja mútugjöf og elska vondan heim.
(VIÐLAG)
Ég ætla mér, staðráðinn ávallt er,
mér ætíð ganga ber í ráðvendni með þér.
3. Ég elska, Guð, þinn bústað alla tíð,
og tilbið ávallt þar með þínum hreina lýð.
Ég geng því trúr um altari þitt enn
og enduróma lof svo heyri allir menn.
(VIÐLAG)
Ég ætla mér, staðráðinn ávallt er,
mér ætíð ganga ber í ráðvendni með þér.
(Sjá einnig Sálm. 25:2.)