Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 22 bls. 56-bls. 57 gr. 3
  • Kraftaverkið við Rauðahafið

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Kraftaverkið við Rauðahafið
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Förin yfir Rauðahaf
    Biblíusögubókin mín
  • „Standið stöðugir, og munuð þér sjá hjálpræði Drottins“
    Námsgreinar úr Varðturninum
  • Guð frelsar Ísraelsmenn
    Biblían — hver er boðskapur hennar?
  • Sérðu „hinn ósýnilega“?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 22 bls. 56-bls. 57 gr. 3
Faraó og her hans.

SAGA 22

Kraftaverkið við Rauðahafið

Um leið og faraó frétti að Ísraelsmenn hefðu farið út úr Egyptalandi sá hann eftir að hafa sent þá í burtu. Hann skipaði hermönnunum: ‚Náið í alla stríðsvagnana og eltum þá! Við hefðum ekki átt að leyfa þeim að fara.‘ Faraó og menn hans eltu Ísraelsmennina.

Jehóva leiddi fólk sitt með skýi á daginn og eldi á nóttunni. Hann leiddi fólkið að Rauðahafi og sagði því að tjalda þar.

Allt í einu sáu Ísraelsmenn að faraó og her hans voru að elta þá. Þeir voru innikróaðir á milli hafsins og hers Egypta. Fólkið hrópaði til Móse: ‚Við munum deyja! Þú hefðir átt að skilja okkur eftir í Egyptalandi.‘ En Móse sagði: ‚Ekki vera hrædd. Bíðið bara og sjáið hvernig Jehóva bjargar okkur.‘ Móse treysti Jehóva algjörlega.

Jehóva sagði Ísraelsmönnum að pakka saman tjöldunum. Um nóttina færði Jehóva skýið svo að það var á milli Egyptanna og Ísraelsmannanna. Þeim megin sem Egyptarnir voru var myrkur. En það var bjart hjá Ísraelsmönnunum.

Jehóva sagði Móse að rétta út höndina yfir hafið. Þá lét Jehóva sterkan vind blása alla nóttina. Hafið klofnaði í tvennt. Það var þurr vegur í gegnum það og veggur af vatni báðum megin. Milljónir Ísraelsmanna löbbuðu yfir á ströndina hinum megin.

Ísraelsmennirnir ganga á þurrum hafsbotninum á milli vatnsveggja.

Her faraós elti þá út á hafsbotninn. Þá lét Jehóva allt fara í rugl hjá hernum. Hjólin duttu af vögnunum þeirra og hermennirnir öskruðu: ‚Komum okkur héðan! Jehóva er að berjast fyrir þá.‘

Jehóva sagði við Móse: ‚Réttu höndina út yfir hafið.‘ Um leið hrundu vatnsveggirnir yfir her Egypta. Faraó og menn hans dóu. Enginn þeirra lifði af.

Hinum megin við hafið söng þessi stóri hópur Guði lof: „Lofsyngjum Jehóva því að hann er hátt upp hafinn. Hestum og riddurum kastaði hann í hafið.“ Fólkið söng og konurnar dönsuðu og spiluðu á tambúrínur. Allir voru mjög glaðir að vera loksins orðnir frjálsir.

„Við getum því verið hugrökk og sagt: ‚Jehóva hjálpar mér, ég óttast ekki neitt. Hvað geta mennirnir gert mér?‘“ – Hebreabréfið 13:6.

Spurningar: Af hverju voru Ísraelsmennirnir hræddir þegar þeir komu að Rauðahafinu? Hvernig bjargaði Jehóva Ísraelsmönnunum?

2. Mósebók 13:21–15:21; Nehemíabók 9:9–11; Sálmur 106:9–12; 136:11–15; Hebreabréfið 11:29

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila