Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w85 1.5. bls. 3-4
  • Miðausturlönd — vettvangur Harmagedón?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Miðausturlönd — vettvangur Harmagedón?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Svipað efni
  • HARMAGEDÓN — það sem það er ekki
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Hvers vegna er svona mikið talað um Harmagedón?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Hvað er stríðið við Harmagedón?
    Biblíuspurningar og svör
  • Hefst Harmagedón í Ísrael? – Hvað segir Biblían?
    Fleiri viðfangsefni
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
w85 1.5. bls. 3-4

Miðausturlönd — vettvangur Harmagedón?

„HARMAGEDÓN“ — hvað merkir þetta nafn sem er að finna í Biblíunni? Röð fróðlegra greina um þetta efni birtist í fjórum tölublöðum Varðturnsins frá apríl til júlí 1985. Við vonum að þessi umræða út af Ritningunni hughreysti þig með vitneskju um hvað sé hið raunverulega HARMAGEDÓN.

„ÞEGAR heimurinn nálgast hröðum skrefum lokastríðið eigum við ekki að gefa gætur að borgunum New York, Moskvu, París, Peking eða Kairó. Okkur ber að gefa gætur að Jerúsalemborg!“ Þetta sögðu guðfræðingarnir John F. og John E. Wallvoord í bók sinni Armagedon, Oil and the Middle East Crisis.

Margir fylgjast reyndar taugaóstyrkir með þróun mála í Jerúsalem og þeim heimshluta sem hún stendur í. Dagblaðið Times í Lundúnum segir: „Miðausturlönd vekja stöðugt meiri óhug.“ Sumir óttast að stríð milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í Miðausturlöndum sé næstum óumflýjanlegt. Í janúar 1984 höfðu samskipti stórveldanna versnað svo að tímaritið Bulletin of the Atomic Scientists færði sína frægu „dómsdagsklukku“ fram til þrjár mínútur í tólf. Þessi klukka á að tákna hversu nálægur heimurinn sé gereyðingu í kjarnorkustríði. Tímaritið sagði: „Við stöndum á örlagaríkum krossgötum, á þröskuldi átakatíma, tíma er hrein og bein valdbeiting gæti komið í stað allra annarra samskipta stórveldanna. Þetta eru ógnvekjandi horfur.“

Vaxandi fjöldi bókstafstrúarprédikara, guðfræðinga og sjónvarpsprédikara tekur þessari þróun fagnandi. Stóraukin spenna í Miðausturlöndum virðist gera trúverðuglega óvænta spá þeirra um að Harmagedónstríðið verði bráðlega háð þar um slóðir! Og með aðvörunum í bókum, erindum og sjónvarpsprédikunum hafa þeir aflað sér töluverðs fylgis.

Þessir biblíuskýrendur deila um nákvæma röð atburðanna. En dæmigerð spá um atburðarás í Harmagedón er á þessa lund: ‚Rástalningin að dómsdegi‘ hófst, að þeirra sögn, þegar lýðveldið Ísrael var stofnað. Hin svokallaða „upphrifning“ stendur því fyrir dyrum að þeirra áliti. Hún á að verða á þá leið að bráðlega muni sannkristnir menn skyndilega hverfa af jörðinni — vera kippt upp til himna. Margir vakningarprédikarar spá því jafnvel að Ísraelsþjóðin muni snúast til kristni á sjö ‚þrengingarárum‘ sem koma eiga í kjölfarið. Stærstur hluti mannkynsins á þó að heillast af einræðisherra gæddum miklum persónutöfrum og hæfileikum til að hrífa fjöldann (‚andkristi‘) en hann á að vera forystumaður ákveðins tíuríkjabandalags. Jafnvel Ísraelsríkið á, að þeirra áliti, að ganga til bandalags við hann. En bandalag Arabaríkja og fleiri þjóða, undir forystu Sovétríkjanna, á að gera óvænta innrás í Ísrael. Guð mun á undraverðan hátt stöðva innrásina, fullyrða þessir bókstafstrúarmenn. En skömmu síðar mun „andkristur“ gera aðra árás og þá brýst út lokastríð í Miðausturlöndum — Harmagedón.

Kannski þykir sumum þetta mjög trúlegt. Þegar allt kemur til alls spáir Biblían að þjóðum verði safnað saman í stríð við „Harmagedón.“ (Opinberunarbókin 16:16) En gefur Biblían til kynna að þessir atburðir muni gerast í Miðausturlöndum? Hefur það einhverja þýðing hvar þetta stríð verður háð?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila