Yfirlýsing
Aðsókn að mótunum „Réttlæti Guðs“ fer vafalaust fram úr aðsókninni að umdæmismótunum árið áður, þegar 6.443.597 komu saman á 1098 stöðum um allan heim og 93.822 létu skírast. Þegar flutt hafði verið ræðan „‚Skækjan‘ illræmda“ á mótunum „Réttlæti Guðs“ var tilkynnt um útkomu nýrrar bókar á meira en 20 tungumálum. Hún nefnist Opinberunarbókin — hið mikla hámark hennar er í nánd! og er 320 blaðsíður, fagurlega myndskreytt. Ræðumaðurinn sagði áheyrendum: „Notaðu þessa bók vel í einkanámi þínu og í námi á vegum safnaðarins. Notaðu hana líka til að kunngera heiminum að Babýlon hin mikla sé dauðadæmd, að þjóðirnar standi frammi fyrir Harmagedón og að hinu mikla hámarki verði náð í ríki Jehóva undir stjórn Krists og brúðar hans. Það mun veita þér hamingju að heyra og varðveita þetta, ‚því að tíminn er í nánd‘!“ — Opinberunarbókin 1:3.
Við, sem höfum lifað frá 1914 á „Drottins degi“ og á þeim tíma er Guð fullnægir dómi sínum, fögnum þeim stórkostlegustu allra sérréttinda að mega þjóna alvöldum Drottni Jehóva undir stjórn konungs konunganna, Jesú Krists. (Opinberunarbókin 1:10) Sem VOTTAR JEHÓVA vottum við að:
(1) VIÐ HÖFUM ANDSTYGGÐ á þeirri smán sem Babýlon hin mikla, þó einkum kristni heimurinn, hefur hrúgað á nafn hins eina sanna og lifandi Guðs, Jehóva. VIÐ STAÐFESTUM fyrir okkar leyti af öllu hjarta með orðum Opinberunarbókarinnar 4:11: „Verður ert þú, [Jehóva] vor og Guð, að fá dýrðina og heiðurinn og máttinn.“
(2) VIÐ HÖFUM ANDSTYGGÐ á hvernig kristni heimurinn heldur sér við babýlonskar kenningar, einkum kenningar um þríeinan guð, ódauðleika mannssálarinnar, eilífar kvalir í helvíti, hreinsunareld og dýrkun á líkneskjum — svo sem Maríumyndum og krossinum. Í samræmi við Opinberunarbókina 22:18, 19 HÖLDUM VIÐ FAST við ritað orð Guðs og allt sem það geymir.
(3) VIÐ HÖFUM ANDSTYGGÐ á heimspeki og hátterni sem gengur gegn vilja Guðs og er svo algengt í kristna heiminum, svo sem þróunarkenningunni, blóðgjöfum, fóstureyðingum, lygum, ágirnd og óheiðarleika. Í tilbeiðslu okkar og lífi MUNUM VIÐ HEIÐRA skapara okkar, Jehóva Guð hinn alvalda, sem sagt er um í Opinberunarbókinni 15:3 að vegir hans séu „réttlátir og sannir.“
(4) VIÐ HÖFUM ANDSTYGGÐ á því hvernig kristni heimurinn hefur látið undir höfuð leggjast að taka til sín boðskap Jesú til safnaðanna sjö í 2. og 3. kafla Opinberunarbókarinnar, varðandi sértrúarstefnu, skurðgoðadýrkun, saurlifnað, áhrif Jessabelar, hálfvelgju og andvaraleysi. VIÐ MUNUM HEYRA OG HLÝÐA því sem „andinn segir söfnuðunum.“
(5) VIÐ HÖFUM ANDSTYGGÐ á siðleysi og undanlátsemi kristna heimsins og klerka hans og við fögnum hinum skýra dómi Jehóva sem fram er settur í Opinberunarbókinni 21:8, að þeim sem haldi áfram saurugleik sínum — saurlifnaði, lygum og slíku — verði gereytt. VIÐ STYÐJUM AF ÖLLU HJARTA staðla Biblíunnar um kynlíf, hjónaband og fjölskyldulíf.
(4) VIÐ HÖFUM ANDSTYGGÐ á aldalöngu, andlegu skækjulífi klerkastéttar Babýlonar hinnar miklu sem hefur átt í leynimakki við veraldlega valdhafa til að öðlast auð, völd og ægivald yfir almenningi. VIÐ ERUM RÁÐNIR Í að hjálpa hjartahreinum mönnum að hlýða kalli engilsins í Opinberunarbókinni 18:4: „Gangið út, mitt fólk, út úr henni.“
(7) VIÐ HÖFUM ANDSTYGGÐ á stórfelldri blóðskuld skækjunnar miklu vegna meira en 100 milljóna mannslífa sem fórnað hefur verið í styrjöldum á þessari öld einni, að mestu af völdum saurlifnaðar hennar með stjórnmálaöflunum. VIÐ FÖGNUM því að tími Guðs skuli vera nálægur til að fullnægja refsidómi á Babýlon hinni miklu eins og skýrt kemur fram í Opinberunarbókinni 18:21-24.
Okkur, vottum Jehóva, ER ÞAÐ FAGNAÐAREFNI OG SÉRRÉTTINDI að kunngera heiminum að árið 1914 hafi ‚heimsríkið orðið ríki Drottins vors Jehóva og hans smurða.‘ (Opinberunarbókin 11:15) ÞAÐ ER ÁSETNINGUR OKKAR að halda óttalaust áfram að kunngera yfirlýsta dóma Jehóva yfir Babýlon hinni miklu og vara við að stríð Guðs við Harmagedón sé yfirvofandi. VIÐ ERUM STAÐRÁÐNIR Í að enduróma hárri raustu yfir „sérhverri þjóð og kynkvísl, tungu og lýð“ þær gleðifréttir að í vændum sé ‚nýr himinn og ný jörð‘ til blessunar hlýðnu mannkyni. (Opinberunarbókin 14:6; 21:1) VIÐ FÖGNUM ÞVÍ að vegna þessarar boðunar er mikill múgur af öllum þjóðum, sem telur yfir þrjár milljónir, sameinaður okkur um allan heim. Við boðum öll með englinum sem flýgur um miðhimin: „Óttist Guð og gefið honum dýrð, því að komin er stund dóms hans. Tilbiðjið þann, sem gjört hefur himininn og jörðina og hafið og uppsprettur vatnanna.“ — Opinberunarbókin 14:7.
Námsspurningar fyrir yfirlýsinguna:
1. Hverju fagna vottar Jehóva núna?
2. Taktu fram fyrir öll sjö atriði yfirlýsingarinnar (a) hverju vottar Jehóva hafa andstyggð á og (b) hverju vottar Jehóva eru staðráðnir í.
3. (a) Hvaða gleði og sérréttinda njóta vottar Jehóva? (b) Hver er ásetningur votta Jehóva? (c) Hvað erum við líka staðráðnir í að gera? (d) Hvaða fögnuði og yfirlýsingu eiga vottar Jehóva þátt í?