Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w92 1.8. bls. 32
  • Komið til landsmótsins „LJÓSBERAR“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Komið til landsmótsins „LJÓSBERAR“
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
  • Svipað efni
  • Komdu á landsmótið „Glaðir menn sem lofa Guð“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1995
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
w92 1.8. bls. 32

Komið til landsmótsins „LJÓSBERAR“

„SJÁ, myrkur grúfir yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum.“ (Jesaja 60:2) Þessi orð lýsa vel þeim tímum sem við lifum. Engum blöðum er um það að fletta að falstrúarbrögð halda fólki í myrkri um það hvers konar tilbeiðsla sé Guði þóknanleg. Hvers vegna? Vegna þess að Satan, guð þessa heimskerfis „hefur blindað huga hinna vantrúuðu.“ — 2. Korintubréf 4:4.

Vottar Jehóva er mjög ólíkir þeim sem Satan hefur blindað. Á þá má heimfæra orð Jesaja spámanns: „Yfir þér upp rennur [Jehóva], og dýrð hans birtist yfir þér.“ (Jesaja 60:2) Þeir eru innilega þakklátir fyrir að hafa mátt ganga út úr myrkrinu til hins undursamlega ljóss Guðs! Þetta er andlegt ljós, sannleikurinn í orði Guðs sem upplýsir hugann þannig að jafnvel þeir sem eru bókstaflega blindir geti séð sannleikann.

Að sjálfsögðu þurfa menn hjálp til þess. Það er ólíklegt að einhver, sem einfaldlega les Biblíuna án þess að notfæra sér þá hjálp sem Guð lætur í té, geti komið auga á ljósið. Það er þess vegna sem Jehóva Guð hefur skipað hinn ‚trúa og hyggna þjón‘ sem spáð var um í Matteusi 24:45-47. Nú á dögum kemur hið stjórnandi ráð votta Jehóva fram sem fulltrúi þessa ‚þjóns.‘ Það er undir umsjón þessa ráðs sem landsmótið „Ljósberar“ hefur verið skipulagt.

Tilgangurinn með þessu móti er að hjálpa öllum þjónum Jehóva að verða betri ljósberar í samræmi við orðin í Filippíbréfinu 2:15. Þar eru kristnir menn hvattir til að skína eins og „ljós í heiminum.“ — Matteus 5:14, 15.

Landsmótið „Ljósberar“ hefst föstudaginn 7. ágúst á Íslandi. Klukkan 10:20 þennan fyrsta mótsdag verður flutt tónlist til að hjálpa öllum að komast í rétt hugarástand til að taka við hinu andlega dagskrárefni sem framundan er. Hverjum degi hefur verið gefið ákveðið stef, og stef þessa fyrsta dags er: „Sendu ljós þitt og sannleika.“ — Sálmur 43:3.

Á dagskrá föstudagsmorgunsins verður aðalræðan: „Ljósberar — í hvaða tilgangi?“ Kristnir menn eru svo sannarlega ekki ljósberar af persónulegum, eigingjörnum hvötum. Þeir þjóna af sama tilefni og Jesús Kristur, fremsti ljósberinn, sem kom til jarðar til að bera vitni um sannleikann og til að mikla nafn skaparans. Jesús sagði um sjálfan sig: ‚Ég er ljós heimsins.‘ (Jóhannes 9:5) Með því lét hann okkur eftir fyrirmynd þannig að við getum fetað í fótspor hans. (1. Pétursbréf 2:21) Síðdegis þennan fyrsta dag verður bæði erindi og biblíuleikrit um Jósía konung sem mun höfða sérstaklega til unga fólksins.

Stef laugardagsins er: „Þið eruð ljós heimsins . . . látið ljós ykkar skína.“ (Matteus 5:14, 16) Á árdegisdagskránni verður ræðusyrpa undir stefinu „Láttu ljós þitt skína.“ Þeir sem hafa vígst Jehóva hafa þá tækifæri til að láta skírast. Síðdegis verður flutt athyglisverð ræðusyrpa sem nefnist: „Ljósi varpað á nærveru Krists og opinberun.“

Sunnudeginum hefur verið valið stefið „Hegðið ykkur eins og börn ljóssins.“ (Efesusbréfið 5:8) Á árdegisdagskránni verður ræðusyrpa sem nefnist: „Berum umhyggju hvert fyrir öðru í kristinni fjölskyldu.“ Þar verður fjallað um skyldur fjölskyldunnar. Þá verður einnig flutt ræða þar sem skýrt verður hvað felist í því að vera undirgefinn Guði og Kristi.

Hápunktur mótsins verður síðdegis á sunnudeginum þegar fluttur verður opinberi fyrirlesturinn „Fylgið ljósi heimsins.“ Í þessum fyrirlestri verður fjallað um Jóhannes 1:1-16 og sýnt fram á nauðsyn biblíuþekkingar. Einnig verður lögð áhersla á að Jesús Kristur sé ljósið sem lýsir heiminum. Mótinu lýkur með innilegri hvatningu: „Haldið áfram að framganga í ljósinu.“

Sýndu að þú kunnir að meta þessa andlegu veislu sem Jehóva býður til gegnum sýnilegt skipulag sitt. Vertu viðstaddur allt frá söngnum í upphafi dagskrár á föstudagsmorgni til lokabænarinnar síðdegis á sunnudag. Fylgstu vel og vandlega með öllu sem sagt er frá ræðustólnum. Skrifaðu hjá þér minnisatriði til stuðla að einbeitingu og til síðari nota. Loks skalt þú ráðgera að bjóða þig fram til þátttöku í einhvers konar sjálfboðaþjónustu. Þá munt þú ekki aðeins njóta þeirrar blessunar að þiggja heldur líka hinnar meiri gleði sem fylgir því að gefa. — Postulasagan 20:35.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila