Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w92 1.5. bls. 8-9
  • Hvers konar öryggi þráir þú?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvers konar öryggi þráir þú?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
  • Svipað efni
  • Horft handan við „frið og öryggi“ af mannavöldum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1991
  • Kjarnorkuváin fjarlægð fyrir fullt og allt!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1994
  • Eiga áformin um alþjóðaöryggi eftir að heppnast?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
  • Friður frá Guði — hvenær?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
w92 1.5. bls. 8-9

Hvers konar öryggi þráir þú?

MENN gera sér misjafnar hugmyndir um það hvað öryggi sé. Sumir líta á það sem stöðugleika í samskiptum andstæðra hervelda. Stórveldin, sem eru fyrirferðarmest á vettvangi heimsmálanna, hafa til dæmis, í félagi við bandamenn sína í Evrópu, fallist á margs konar aðgerðir til að draga úr hættunni á að minni háttar átök geti stigmagnast upp í kjarnorkustyrjöld um heim allan. Alþjóðafriðarrannsóknarstofnunin í Stokkhólmi lét í árbók sinni árið 1990 í ljós undrun yfir því hve þjóðir í „öðrum heimshlutum“ sýndu slíkum aðgerðum lítinn áhuga.

Fyrir milljónir manna í fátæku löndunum er „öryggi“ aftur á móti ígildi matar og heilsugæslu. Stjórnmálafræðingurinn Yash Tandon segir: „Þegar talað er um ‚frið og öryggi‘ ráða hins vegar viðteknar hugmyndir hinnar áhrifamiklu vestrænu menningar. . . . ‚Öryggi‘ er skoðað sem mál tengt vopnum og afvopnun, óháð öryggishagsmunum hinna vannærðu og heimilislausu meðal tveggja þriðju hluta jarðarbúa.“

Biblían heitir því að undir Guðsríki verði engar styrjaldir framar. „Hann stöðvar styrjaldir til endimarka jaðrar, brýtur bogann, slær af oddinn, brennir skjöldu í eldi.“ (Sálmur 46:10; Jesaja 2:4) Líkamleg veikindi munu heyra sögunni til. „Enginn borgarbúi mun segja: ‚Ég er sjúkur.‘ Fólkið, sem þar býr, hefir fengið fyrirgefning misgjörða sinna.“ — Jesaja 33:24.

Undir stjórn þessa ríkis mun efnahagslegt óöryggi aldrei framar ógna nokkrum manni. „Þeir munu reisa hús og búa í þeim, og þeir munu planta víngarða og eta ávöxtu þeirra. Eigi munu þeir reisa og aðrir í búa, eigi munu þeir planta og aðrir eta.“ — Jesaja 65:21, 22.

Mikilvægara er þó að Guðsríki mun uppræta frumorsök þess að frið og öryggi skortir. Hver hefur staðið að baki hinni löngu sögu misheppnaðra, kúgunargjarnra stjórna? Enda þótt Guð hafi af ærnu tilefni leyft þeim að standa hljótum við að skella skuldinni á Satan því að Biblían segir að ‚allur heimurinn sé á valdi hins vonda.‘ — 1. Jóhannesarbréf 5:19.

Það verður því mikill léttir þegar orð Páls til Rómverja rætast að lokum undir stjórn Guðsríkis: „Guð friðarins mun bráðlega sundurmola Satan undir fótum yðar.“ (Rómverjabréfið 16:20) Aðeins Guðsríki í höndum konungsins Jesú Krists getur unnið slíkt afrek. Þess vegna verður það einungis undir stjórn Guðsríkis að jörðinni verður breytt í paradís. — 1. Mósebók 1:28; Lúkas 23:43.

Já, það öryggi sem heitið er í Biblíunni er margfalt betra og víðtækara en nokkuð það sem menn hafa upphugsað. Við lesum meira að segja að ‚dauðinn verði ekki framar til, hvorki harmur né vein né kvöl verði framar til.‘ (Opinberunarbókin 21:4) Getum við treyst slíkum loforðum? Já, vegna þess að þau eru komin frá hinum alvalda skapara, Jehóva Guði sem lýsir yfir: „Mitt orð, það er útgengur af mínum munni . . . hverfur ekki aftur til mín við svo búið, eigi fyrr en það hefir framkvæmt það, sem mér vel líkar, og komið því til vegar, er ég fól því að framkvæma.“ (Jesaja 55:11) Þau skref, sem Jehóva Guð er að stíga núna í þá átt að veita mannkyninu varanlegan og hamingjuríkan frið, öryggi og velmegun, verða farsæl og árangursrík og munu upphefja eilíft drottinvald hans.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila