Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w95 1.2. bls. 32
  • Af hverju dafna hinir óguðlegu?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Af hverju dafna hinir óguðlegu?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1995
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1995
w95 1.2. bls. 32

Af hverju dafna hinir óguðlegu?

„HVERS vegna lifa hinir óguðlegu?“ Hinn trúfasti Job spurði þessarar spurningar endur fyrir löngu og hún hefur verið endurtekin mörgum sinnum síðan. Hún brennur líklega á vörum margra (eins og konunnar á kápumyndinni) sem harma þjáningar fórnarlambanna í hinu hörmulega stríði á því svæði sem áður hét Júgóslavía. Já, af hverju lifa hinir óguðlegu og dafna jafnvel? Eins og Job benti á er það oft svo að „hús þeirra eru óhult og óttalaus, og hirtingarvöndur Guðs kemur ekki niður á þeim.“ — Jobsbók 21:7, 9.

Þýðir þetta að það hafi ekkert gildi að þjóna Guði, elska náunga sinn og forðast að gera það sem rangt er? Alls ekki! Biblían hjálpar okkur að sjá málin í réttu samhengi er hún segir: „Ver eigi of bráður vegna illvirkjanna, öfunda eigi þá er ranglæti fremja, því að þeir fölna skjótt sem grasið, visna sem grænar jurtir. Treyst [Jehóva] og gjör gott.“ — Sálmur 37:1-3.

Já, sú velgengni, sem hinir óguðlegu virðast njóta, er aðeins stundleg. Í rauninni er líf þeirra ósköp stutt, en þeir sem þjóna Guði hafa aftur á móti dýrlega framtíðarvon. Bráðlega rætist fyrirheitið: „[Guð] mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“ (Opinberunarbókin 21:4) Aðeins hinir réttlátu, ekki hinir óguðlegu, munu fá að sjá það. Það er okkur mikil hvatning til að nálgast Guð og læra að gera vilja hans, óháð því hve óguðlegir mennirnir í kringum okkur kunna að vera!

Hafðu samband við Varðturninn, Pósthólf 8496, 128 Reykjavík, ef þú óskar nánari upplýsinga eða vilt að einhver heimsæki þig til að nema Biblíuna með þér endurgjaldslaust.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila