Þau settu aftur upp hringana
„LÍTTU á fingurna. Sérðu einhvern mun?“ Maðurinn rétti fram höndina og konan, sem var vottur Jehóva, sá strax að giftingarhringinn vantaði. Hann tjáði henni að þeim hjónunum semdi illa og þau hefðu því ákveðið að skilja. „Æi nei!“ sagði votturinn. „Taktu þessa bók og lestu hana. Hún getur orðið ykkur að liði í hjónabandinu.“ Síðan rétti hún honum biblíunámsbókina Þekking sem leiðir til eilífs lífs.a
Nokkrum dögum síðar kom maðurinn að máli við vottinn glaður í bragði og rétti fram höndina. Núna var giftingarhringurinn á sínum stað. Hann sagði henni að þau hjónin hefðu lesið Þekkingarbókina og væru alsæl. Bókin hefði bókstaflega komið þeim til að setja upp hringana á ný.
Heilræði Biblíunnar geta hjálpað hjónum að sýna hvort öðru ósvikinn kærleika vegna þess að höfundur hennar er enginn annar en skaparinn sjálfur. „Ég, [Jehóva] Guð þinn,“ segir hann, „er sá sem kenni þér að gjöra það sem þér er gagnlegt, sem vísa þér þann veg, er þú skalt ganga.“ — Jesaja 48:17.
[Neðanmáls]
a Gefin út af Watchtower Bible and Tract Society of New York, Inc.