Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w00 1.8. bls. 32
  • Að fyrirgefa?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Að fyrirgefa?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
w00 1.8. bls. 32

Að fyrirgefa?

„RANNSÓKNIR vísindamanna hafa sýnt fram á að fyrirgefning getur haft mjög jákvæð áhrif á geðheilsu og líklega einnig líkamsheilsu.“ Þetta kemur fram í kanadíska dagblaðinu The Toronto Star. En Carl Thoresen, prófessor við Stanfordháskóla í Bandaríkjunum, bendir á að „sárafáir skilji hvað fyrirgefning er og hvernig hún virkar.“

Einlæg fyrirgefning er talin mikilvægur þáttur kristninnar. Dagblaðið The Toronto Star skilgreinir hana sem „viðurkenningu á því að manni hafi verið gert rangt til, að losa sig við alla gremju sem af því hlýst og loks að sýna hinum brotlega umhyggju og jafnvel ást.“ Fyrirgefning er ekki hið sama og að samþykkja brot, afsaka það, gleyma eða afneita því, og hún er ekki fólgin í því að bjóða heim frekari svívirðingum. Blaðið segir að lykill sannrar fyrirgefningar sé að „láta af reiðinni og neikvæðum kenndum.“

Vísindamenn segja að gera þurfi nánari rannsóknir á líkamlegum kostum fyrirgefningar en benda á sálfræðilega kosti, þeirra á meðal „minni streitu, kvíða og depurð.“

Í Efesusbréfinu 4:32 er bent á göfuga ástæðu til að fyrirgefa: „Verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið yður.“ Eins og í öðru erum við hvött til að líkja eftir Guði með því að fyrirgefa. — Efesusbréfið 5:1.

Við getum spillt sambandi okkar við Guð ef við viljum ekki fyrirgefa öðrum þegar ástæða er til að sýna miskunn. Jehóva ætlast til þess að við fyrirgefum hvert öðru. Þá getum við beðið hann að fyrirgefa okkur. — Matteus 6:14; Markús 11:25; 1. Jóhannesarbréf 4:11

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila