Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w05 1.6. bls. 32
  • Á hvers konar grunni byggir þú?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Á hvers konar grunni byggir þú?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
w05 1.6. bls. 32

Á hvers konar grunni byggir þú?

BYGGINGAR endast misvel eftir því hve traustum grunni þær eru reistar á. Í Biblíunni er þessi meginregla stundum notuð í táknrænum skilningi.

Spámaðurinn Jesaja sagði til dæmis að Jehóva Guð „grundvallaði jörðina“. (Jesaja 51:13) Þessi grundvöllur felst í þeim óumbreytanlegu lögmálum Guðs sem stjórna hreyfingu jarðarinnar og halda henni á sínum stað. (Sálmur 104:5) Orð Guðs, Biblían, talar líka um ‚stoðir‘ sem þjóðfélög manna standa á. Þessar stoðir eru réttlæti, lög og regla. Þegar þær eru „rifnar niður“ með óréttlæti, spillingu og ofbeldi hnignar þjóðfélögum. — Sálmur 11:2-6; Orðskviðirnir 29:4.

Þessi meginregla á líka við um einstaklinga. Í lok hinnar vel þekktu fjallræðu sagði Jesús Kristur: „Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni, er byggði hús sitt á bjargi. Nú skall á steypiregn, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi, en það féll eigi, því það var grundvallað á bjargi. En hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni, er byggði hús sitt á sandi. Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. Það féll, og fall þess var mikið.“ — Matteus 7:24-27.

Á hvaða grunni byggir þú líf þitt? Er það á ótraustum sandi mannlegrar heimspeki sem er í andstöðu við Guð og á eftir að hrynja? Eða byggir þú á bjargfastri hlýðni við orð Jesú Krists sem hjálpar þér að standast táknræna storma í lífinu?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila