Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • brwp120301 bls. 4
  • „Fylgið orðum mínum“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Fylgið orðum mínum“
  • Varðturninn: Hvað auðkennir sanna kristni?
  • Svipað efni
  • Kristnir menn tilbiðja í anda og sannleika
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2002
  • Höldum fast í sannleikann með sannfæringu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
  • Kristnir menn og nútímasamfélag
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1993
  • Hver eða hvað er Orð Guðs?
    Biblíuspurningar og svör
Sjá meira
Varðturninn: Hvað auðkennir sanna kristni?
brwp120301 bls. 4

„Fylgið orðum mínum“

„Ef þið fylgið orðum mínum staðfastlega eruð þið sannir lærisveinar mínir og þið munuð þekkja sannleikann og sannleikurinn veitir ykkur frelsi.“ – JÓHANNES 8:31, 32.

Hvað þýðir það? ,Orð‘ Jesú fela í sér það sem hann kenndi, en það kom frá æðri mætti. ,Faðirinn sem sendi mig hefur sagt mér hvað ég eigi að segja og um hvað ég eigi að tala,‘ sagði Jesús. (Jóhannes 12:49) Jesús sagði í bæn til Jehóva Guðs, föður síns á himnum: „Orð þitt er sannleikur.“ Hann vitnaði oft í orð Guðs í kennslu sinni. (Jóhannes 17:17; Matteus 4:4, 7, 10) Sannkristnir menn ,fylgja orðum hans‘ – það er að segja viðurkenna orð Guðs, Biblíuna, sem sannleika og byggja allar trúarskoðanir sínar og verk á því.

Hvernig fylgdu kristnir menn á fyrstu öld þessu fordæmi? Afkastamesti biblíuritarinn, Páll postuli, bar sömu virðingu fyrir orði Guðs og Jesús gerði. Hann skrifaði: „Öll Ritningin er innblásin af Guði og gagnleg.“ (2. Tímóteusarbréf 3:16) Karlmenn sem var falið að kenna trúsystkinum áttu að „halda sig fast við hið áreiðanlega orð“ Guðs. (Títusarbréfið 1:7, 9) Kristnir menn á fyrstu öld voru hvattir til að hafna „heimspeki og innantómum blekkingum sem byggjast á erfðavenjum manna og hugmyndafræði heimsins en ekki á Kristi“. – Kólossubréfið 2:8.

Hverjir fylgja þessu fordæmi nú á dögum? Í Dogmatic Constitution on Divine Revelation sem Vatíkanið samþykkti árið 1965 og vitnað er í í Catechism of the Catholic Church segir: „[Kaþólska] kirkjan byggir ekki fullvissu sína um allt sem hefur verið opinberað aðeins á heilögum ritningum. Þess vegna ætti bæði að samþykkja heilagar venjur og heilagar ritningar og þeim sýnd sama lotning og hollusta.“ Í grein úr tímaritinu Maclean’s er vitnað í prest frá Toronto í Kanada sem spurði: „Hvers vegna þurfum við tvö þúsund ára gamla ,byltingarkennda‘ rödd til að leiðbeina okkur? Við höfum sjálf frábærar hugmyndir sem eru stöðugt að veikjast vegna þess við þurfum að tengja þær Jesú og Ritningunum.“

New Catholic Encyclopedia segir um Votta Jehóva: „Þeir byggja trú sína og hegðunarreglur eingöngu á Biblíunni.“ Fyrir stuttu greip maður í Kanada fram í fyrir konu sem er vottur Jehóva þegar hún kynnti sig. „Ég veit hver þú ert,“ sagði hann og benti á Biblíuna. „Þetta er auðkenni ykkar.“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila