Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w13 1.11. bls. 6
  • „Við höfum fundið Messías!“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Við höfum fundið Messías!“
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
  • Svipað efni
  • Hver er Jesús Kristur?
    Hvað kennir Biblían?
  • Fólk vænti Messíasar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • Messías — leið Guðs til að veita hjálpræði
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
  • Jesús Kristur — Lykillinn að þekkingunni á Guði
    Þekking sem leiðir til eilífs lífs
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
w13 1.11. bls. 6

FORSÍÐUEFNI | UM HVAÐ FJALLAR BIBLÍAN?

„Við höfum fundið Messías!“

Um það bil fjórum öldum eftir að lokið var við að rita síðustu bók Hebresku ritninganna uppfylltist spádómur Míka um Messías: Jesús fæddist í Betlehem. Um 30 árum síðar, árið 29, rættist fyrsti hluti spádóms Daníels um komu Messíasar. Jesús var skírður og Guð smurði hann með heilögum anda. Hinn langþráði Messías, niðjinn, steig fram á sjónarsviðið á hárréttum tíma.

Jesús hóf strax þjónustu sína og „flutti fagnaðarerindið um Guðs ríki“. (Lúkas 8:1) Rétt eins og spáð hafði verið reyndist Jesús vera gæskuríkur og mildur og hann lét sér einlæglega annt um aðra. Kennsla hans var gagnleg og kærleiksrík. Hann læknaði „hvers kyns sjúkdóm og veikindi meðal fólksins“ og sýndi þannig að Guð var með honum. (Matteus 4:23) Fólk á öllum aldri streymdi til Jesú og sagði: „Við höfum fundið Messías!“ – Jóhannes 1:41.

Jesús spáði því að skömmu áður en ríki hans tæki við völdum á jörðinni myndu stríð, jarðskjálftar og alls kyns erfiðleikar hrjá mannkynið. Hann hvatti alla til að halda andlegri vöku sinni og sagði: „Vakið!“ – Markús 13:37.

Jesús var fullkominn maður og var alltaf hlýðinn Guði en hann átti óvini sem fengu hann að lokum líflátinn. Með dauða sínum sá hann okkur fyrir fullkominni fórn svo hægt væri að endurheimta það sem Adam og Eva höfðu fyrirgert – vonina um eilíft líf í paradís.

Dauði Jesú var uppfylling á spádómi og það sama má segja um það þegar Guð reisti hann upp þrem dögum síðar sem volduga andaveru. Eftir það birtist Jesús meira en 500 lærisveinum sínum. Áður en hann steig upp til himna gaf hann fylgjendum sínum þau fyrirmæli að boða öllum þjóðum fagnaðarerindið um sig og ríkið. (Matteus 28:19) Hversu rækilega sinntu þeir þessu verkefni?

– Byggt á Matteusi, Markúsi, Lúkasi, Jóhannesi, 1. Korintubréfi.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila