Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w15 1.11. bls. 4
  • Hvers konar fólk er vottar Jehóva?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvers konar fólk er vottar Jehóva?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Svipað efni
  • „Þeir búa yfir gríðarlegu siðferðisþreki“
    Vaknið! – 1991
  • Hvers vegna boðum við trúna?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Gættu hlutleysis í sundruðum heimi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Hvers vegna eru vottar Jehóva hlutlausir í stjórnmálum?
    Spurningar og svör um Votta Jehóva
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
w15 1.11. bls. 4
Vottar Jehóva af mismunandi kynþáttum heilsast á samkomu í ríkissal.

FORSÍÐUEFNI | HVERJIR ERU VOTTAR JEHÓVA?

Hvers konar fólk er vottar Jehóva?

Við erum alþjóðlegur söfnuður og ekki tengd neinum öðrum trúarhópi. Þó að aðalstöðvar okkar séu í Bandaríkjunum býr meirihluti votta Jehóva í öðrum löndum. Um átta milljónir votta Jehóva aðstoða fólk við biblíunám í meira en 230 löndum. Þetta gerum við af hlýðni við orð Jesú: „Fagnaðarerindið um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina til þess að allar þjóðir fái að heyra það.“ – Matteus 24:14.

Hvar sem við búum förum við samviskusamlega að lögum en reynum jafnframt eftir fremsta megni að vera hlutlaus í stjórnmálum. Við gerum það vegna fyrirmæla Jesú til kristinna manna um að vera „ekki af heiminum“. Við tökum því engan þátt í starfsemi tengdum stjórnmálum eða styðjum hernaðaraðgerðir. (Jóhannes 15:19; 17:16) Í síðari heimsstyrjöldinni voru vottar Jehóva reyndar fangelsaðir, pyndaðir og jafnvel drepnir vegna þess að þeir hvikuðu ekki frá hlutleysi sínu. Fyrrum biskup í Þýskalandi skrifaði: „Þeir geta réttilega fullyrt að þeir séu eini hópurinn í Þriðja ríkinu sem neituðu að gegna herþjónustu af samviskuástæðum.“

„[Vottar Jehóva] búa yfir gríðarlegu siðferðisþreki. Við hefðum not fyrir svona óeigingjarnt fólk jafnvel í æðstu stjórnmálaembættum – en við munum aldrei koma því þangað ... Þeir viðurkenna stjórnvöld en trúa að aðeins ríki Guðs geti leyst öll vandamál manna.“ – Nová Svoboda, dagblað sem gefið var út í Tékkóslóvakíu.

Við lifum þó ekki í neinni einangrun. Jesús bað til Guðs vegna fylgjenda sinna: „Ég bið ekki að þú takir þá úr heiminum.“ (Jóhannes 17:15) Við sækjum því vinnu, verslum og göngum í skóla eins og annað fólk þar sem við búum.

LÖND ÞAR SEM FLESTIR VOTTAR BÚA

  • Bandaríkin 1.190.000

  • Mexíkó 800.000

  • Brasilía 770.000

  • Nígería 330.000

  • Ítalía 250.000

  • Japan 220.000

Ísrael nú á dögum.

Horfðu á myndskeiðið Einstakt mót í Ísrael á www.jw.org/is og sjáðu hvernig vottar Jehóva frá Ísrael og Palestínu hafa sigrast á þjóðernis- og kynþáttafordómum. (Sjá UM OKKUR > UMDÆMISMÓT.)

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila