Tilkynningar
◼ Rit einkum boðin í janúar: Bækurnar Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans og Sannur friður og öryggi — hvernig? fyrir 200 krónur. Febrúar: Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð fyrir 300 krónur. Mars: Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Apríl og maí: Áskrift að Varðturninum og/eða Vaknið!
◼ Opinberi fyrirlesturinn, sem farandhirðirinn mun flytja í næstu heimsókn sinni til safnaðanna, ber heitið „Æskufólk skoðað frá sjónarhóli Jehóva.“
◼ Hin opinbera sérræða fyrir minningarhátíðartímabilið 1993 mun verða flutt um heim allan sunnudaginn 28. mars. Ræðuefnið er „‚Athafnir‘ Guðs — hvernig lítur þú á þær?“ Ræðuuppkast verður sent til safnaðanna. Ræðan skyldi hvergi flutt fyrir 28. mars.
◼ Næsta svæðismót verður haldið dagana 1. og 2. maí 1993 í íþróttahúsinu Digranes í Kópavogi.
◼ Landsmótið 1993 (umdæmismótið) „Kennsla Guðs“ verður haldið dagana 5. til 8. ágúst 1993 í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi.
◼ Frá 1. janúar 1993 mun Varðturninn verða fáanlegur mánaðarlega á litháísku og með því eru tungumálin orðin 112 sem þetta tímarit er gefið út á. Einnig mun í janúar útgáfa Varðturnsins á telugu verða hálfsmánaðarleg útgáfa.
◼ Ný myndbönd fáanleg á næstunni:
Enska: The Bible — Accurate History, Reliable Prophecy. Þetta er hið fyrsta af þeim þremur myndböndum um þetta efni sem tilkynnt var á síðasta landsmóti að Félagið myndi gefa út innan tíðar.
◼ Ný hljóðbönd fáanleg á næstunni:
Enska: Doing God’s Will with Zeal (Leikrit; ein snælda).
Þeir sem áhuga hafa á að eignast ofannefnd mynd- og hljóðbönd eru beðnir um að panta þau sem fyrst í söfnuðinum.