Nýtt námsefni í safnaðarbóknáminu
Í febrúarmánuði var lokið við að fara yfir bókina Sannur friður og öryggi — hvernig? í safnaðarbóknáminu. Næstu vikur mun nýi bæklingurinn Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur? verða námsefnið í bóknáminu. Því næst verður farið yfir bæklinginn Andar hinna dánu — Geta þeir hjálpað þér eða gert þér mein? Eru þeir til í raun og veru? Þar á eftir verður bókin Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð notuð sem námsrit.
Bæklingurinn Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur? hefur reynst frábært verkfæri á akrinum. Eftir að hafa numið hann í bóknáminu verðum við enn leiknari í að beita þessu góða tæki.
Bæklingurinn um anda hinna dánu kom út árið 1991 en hefur ekki verið notaður sem skyldi. Í safnaðarbóknáminu mun ekki aðeins verða rætt um innihald hans heldur einnig hvernig og við hvaða tækifæri heppilegt er að bjóða hann í boðunarstarfinu. Til þess að þær umræður verði sem gagnlegastar ætti hver boðberi að gera sér far um að nota bæklinginn í boðunarstarfinu og reyna þær tillögur sem koma fram í bóknáminu um notkun hans.
Bókin Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð er grundvallarnámsbókin til að nota í biblíunámum með áhugasömu fólki. Hún hefur aðeins einu sinni verið numin í safnaðarbóknáminu, strax eftir að hún kom út á íslensku sumarið 1984. Með því að nota hana í bóknáminu gefst öllum tækifæri til að kynnast henni betur og öðlast meiri leikni í að kenna út frá henni.