Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.93 bls. 7
  • Tilkynningar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Tilkynningar
  • Ríkisþjónusta okkar – 1993
Ríkisþjónusta okkar – 1993
km 5.93 bls. 7

Tilkynningar

◼ Rit einkum boðin í maí: Áskrift að Varðturninum og/eða Vaknið! Áskrift að Varðturninum kostar 200 krónur en að Vaknið! 70 krónur. Júní og júlí: Einhver af eftirfarandi 32-blaðsíðna bæklingum: Ættum við að trúa á þrenninguna?, Nafn Guðs sem vara mun að eilífu, Andar hinna dánu . . . , „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja“, Stjórnin sem koma mun á paradís og Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur? Ágúst: Bókin Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð.

◼ Félagið er núna að framleiða innbundna árganga af Varðturninum á ensku fyrir árin 1986 til 1991 og er ætlunin að þeir verði sífellt fyrirliggjandi. Hver sá sem hefur áhuga á að eignast einn eða fleiri þessara árganga ætti að panta þá í gegnum söfnuðinn. Innbundinn árgangur fyrir 1992, svo og árgangar Varðturnsins á ensku í framtíðinni, verða á sama hátt vara sem Félagið mun leitast við að hafa ávallt fyrirliggjandi og má því panta þá hvenær sem er. Tilkynnt verður síðar ef þetta fyrirkomulag mun ná yfir fleiri tungumál. Hafið þó vinsamlega í huga að innbundnu árgangana þarf að panta sérstaklega og ekki er ætlast til að söfnuðirnir liggi með birgðir af þeim.

◼ Komið er út hjá Félaginu annað sett tölvudisklinga með ritum. Í þessari útgáfu er Nýheimsþýðing Heilagrar ritningar — með tilvísunum og tveggja binda ritið Innsýn í Ritningarnar. Þetta er fáanlegt aðeins á ensku á 5 1/4-tommu 1,2-megabæta eða 3 1/2-tommu 1,44-megabæta disklingum. Til að geta notað þetta þarf tölvu með hörðum diski með að minnsta kosti 18 megabæta lausu rými á. Áfram verða fáanlegir þeir disklingar sem innihalda aðeins Biblíuna og tilkynnt var um í Ríkisþjónustu okkar fyrir ágúst 1992.

◼ Félagið er núna að vinna að útgáfu CD-ROM til að nota með tölvum. Þetta er geisladiskur (CD) með lesminni („read-only memory“). Þessi diskur gerir notandanum kleift að „fletta upp í“ og skoða á tölvuskjá hvaða úrdrátt eða tilvísun sem vera skal í Nýheimsþýðingunni, báðum bindum ritsins Innsýn í Ritningarnar, Varðturninum á ensku frá 1950 til 1993 og mörgum öðrum ritum sem við höfum útgáfurétt á. Geisladiskurinn mun innihalda fjölhæft forrit gert af Félaginu til að skanna þessi rit. Til að nota þennan geisladisk þarf viðeigandi tækjabúnað, geisladrif, sem annaðhvort er innbyggður í tölvuna eða tengdur henni. Geisladiskurinn ætti að vera fáanlegur snemma á næsta ári. Vinsamlega skrifið ekki eða hringið til Félagsins eftir upplýsingum varðandi þetta. Þegar tæknilegar upplýsingar liggja endanlega fyrir mun Félagið upplýsa hvers konar tækjabúnaður er nauðsynlegur til að geta notað þennan nýja geisladisk. Með útgáfu þessara verkfæra til nota í tölvum er Félagið ekki að hvetja til tölvukaupa. Hins vegar er tölvueign orðin mjög almenn víða um heim og margir bræður nota ritvinnsluforrit í tölvum til að skrifa ræður og atriði til flutnings á samkomum. Þetta nýja verkfæri ætti að koma þeim að góðum notum og er enn eitt dæmið um hversu vel Jehóva annast þjóna sína.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila