Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.93 bls. 1
  • Kröfur til bæði nýrra og reyndra boðbera

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Kröfur til bæði nýrra og reyndra boðbera
  • Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Svipað efni
  • „Orð Guðs er lifandi og kröftugt“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • Þú getur afklæðst „hinum gamla manni“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • Haltu áfram að íklæðast „hinum nýja manni“ eftir skírnina
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • Að afklæðast hinum gamla manni og halda sig frá honum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1993
km 8.93 bls. 1

Kröfur til bæði nýrra og reyndra boðbera

1 Sálmaritarinn Davíð spurði: „[Jehóva], hver fær að gista í tjaldi þínu, hver fær að búa á fjallinu þínu helga?“ Með nokkrum vel völdum orðum svaraði Davíð: „Sá er fram gengur í flekkleysi og iðkar réttlæti og talar sannleika.“ (Sálm. 15:1, 2) Þessar kröfur hafa ekki breyst. Allir sem nú á dögum koma til að tilbiðja í kristna söfnuðinum verða að segja skilið við ósiðsemi og drykkjuskap. Þeir sem eru þrætugjarnir, ofsa­fegnir í skapi eða falskir í tali eiga ekki heima meðal fólks Jehóva. Hvort sem við erum nýir boðberar eða reyndir verðum við að halda áfram að fylgja trúfastir þeim háu stöðlum sem dregnir eru upp í orði Guðs. — Gal. 5:19-21.

2 Margir hafa nýlega tekið upp samskipti við skipulag Jehóva. Ungir jafn sem gamlir hafa breytt hugsunarhætti sínum til þess að samræma líf sitt kröfum Guðs. Drengur í Suður-Ameríku ólst upp án leiðsagnar foreldra og hjá honum kom fram alvarlegur persónuvandi. Þegar hann hafði náð 18 ára aldri var hann orðinn háður fíkniefnum og hafði þegar setið í fangelsi fyrir að stela til að fjármagna eiturlyfjaneysluna. Biblíunám hjálpaði honum að slíta tengsl við fyrri félaga, finna nýja vini meðal votta Jehóva og að lokum vígja Guði líf sitt.

3 Á sama hátt verðum við hvert og eitt að vera staðráðin í að þóknast Guði í öllu framferði okkar „í réttlæti og heilagleika.“ (Ef. 4:24) Við erum skyldug til að „afklæðast hinum gamla persónuleika með venjum hans“ og „íklæðast hinum nýja persónuleika sem er endurnýjaður með nákvæmri þekkingu“ ef við eigum að halda áfram að vera í skipulagi Guðs sem líkt er við fjall. — Kól. 3:9, 10, NW.

4 Orð Guðs, öflugur áhrifavaldur: Persónuleiki Jehóva, eins og hann er birtur okkur í Biblíunni, getur haft öflug áhrif til góðs á hugsun okkar og hegðun. (Rómv. 12:2) Orð hans býr yfir afli til snúa hugum manna og grannskoða hjörtu þeirra. (Hebr. 4:12) Innblásin Ritningin kennir okkur að Jehóva fari fram á það að við lifum siðferðilega hreinu lífi, tökum fullan þátt í boðun fagnaðarerindisins meðal almennings og vanrækjum ekki kristnar samkomur.

5 Á þessum örðugu tímum getur vaxandi þrýstingur fengið kristinn mann til að brjóta lög Guðs. Jafnvel sá sem eitt sinn var sterkur í trúnni gæti fjarlægst hana, og ef til vill farið að hegða sér á rangan hátt, ef hann vanrækir einkanám, fjölskyldunám, safnaðarsamkomur eða boðunarstarfið. Þess vegna skrifaði Páll Tímóteusi: „Haf [„stöðuga,“ NW] gát á sjálfum þér og fræðslunni“ og „Hugsaðu stöðugt um það sem ég er að segja.“ — 1. Tím. 4:16; 2. Tím. 2:7, NW.

6 Hvort sem við erum nýbyrjuð eða með áralanga reynslu og þroska að baki verðum við að hafa kröfur Guðs skýrt í sjónmáli, sýna algert jafnvægi í boðunarstarfinu og halda trú okkar sífellt sterkri, til þess að geta átt von um að lifa af. (1. Pét. 1:13-16) Það er alveg bráðnauðsynlegt að fara eftir kröfum Guðs dag eftir dag.

7 Settu þér það takmark að fara út í boðunarstarfið þennan síðasta mánuð þjónustuársins 1993. Vertu staðráðinn í að hjálpa öðrum að vaxa í trúnni og auka afköstin í boðunarstarfinu. (Rómv. 1:12) Haltu huga þínum við réttu málefnin með því að sýna reglufestu í einkanámi, fjölskyldunámi og samkomusókn. (Fil. 4:8) Það mun verða tekið eftir viðleitni þinni til að þóknast Guði og lifa samkvæmt kröfum hans — Kól. 3:23, 24.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila