Sáir þú ríflega?
1 Oft er sagt að „mikið skal til mikils vinna.“ Þetta gildir ekki síst um tilbeiðslu okkar. Því meiri tíma og vinnu sem við leggjum í að búa okkur undir samkomur, prédika Guðsríki og sýna bræðrum okkar kærleika, þeim mun meiri verður andlegur vöxtur okkar. Hið gagnstæða er einnig satt. Við getum í sannleika sagt ekki vænst fullnægjandi árangurs ef við erum sérhlífin eða hálfshugar í því sem við gerum.
2 Páll postuli orðaði þessa frumreglu vel í 2. Korintubréfi 9:6: „Sá sem sáir sparlega mun og sparlega uppskera, og sá sem sáir ríflega mun og ríflega uppskera.“ Sáir þú ríflega?
3 Einkabiblíunám: Til þess að bera góðan ávöxt sem boðberar verðum við fyrst að sá ríflega í einkanámi okkar. Við ættum að hafa mikla og góða andlega matarlyst. (Sálm. 119:97, 105; Matt. 5:3) Með allt hið hversdagslega amstur togandi í okkur kallar það á vakandi viðleitni að þroska með okkur fullt skynbragð á andlegar þarfir okkar. Það krefst þess fyrir flest okkar að við ‚notum hverja stund.‘ (Ef. 5:16) Sumir fara fyrr á fætur en venjulega á vissum dögum til að nema einslega. Aðrir hafa tekið frá sum kvöld í þeim tilgangi. Á hvaða hátt uppskerum við ríflega? Við öðlumst sterkari trú, bjartari von og verðum ánægðari og jákvæðari í skapi. — Rómv. 10:17; 15:4; 1. Pét. 1:13.
4 Safnaðarsamkomur: Davíð sagði í Sálmi 122:1: „Ég varð glaður, er menn sögðu við mig: ‚Göngum í hús [Jehóva].‘“ Er þér eins innanbrjósts? Að sá ríflega þýðir að sækja reglulega fimm vikulegar safnaðarsamkomur okkar. Einsettu þér að láta ekki óskemmtilegt veður hindra þig í því. Því fleiri hindranir sem við yfirstígum, þeim mun meiri blessun fáum við yfirleitt.
5 Mættu snemma og staldraðu við á eftir til að eiga uppbyggjandi samræður við bræður þína. Reyndu að kynnast fleirum, eins mörgum mismunandi einstaklingum og þú getur. Búðu þig vel undir Varðturnsnámið og aðrar samkomur svo þú getir sáð ríflega með því að gefa athugasemdir eftir því sem tækifæri gefst. Með því að ‚gefa öðrum að drekka‘ á samkomunum munt þú sjálfur „drykk hljóta.“ — Orðskv. 11:25.
6 Boðunarstarfið: Frumreglan um að sá ríflega á kannski hvergi betur við en í boðunarstarfinu á akrinum. Því meiri tíma sem við verjum til þess, þeim mun líklegra er að við uppskerum áhugaverð samtöl, árangursríkar endurheimsóknir og frjósöm biblíunám.
7 Rífleg sáning í boðunarstarfinu þýðir gæði ekki síður en magn. Rökræðubókin hjálpar okkur að auka gæði þjónustu okkar. Á blaðsíðu 9-15 eru meira en 40 tillögur að inngangsorðum sem ná yfir 18 málefni til að hjálpa okkur að vekja upp áhuga hjá viðmælanda okkar. Ef þú finnur áhuga skaltu gæta þess að skrifa það hjá þér til þess að þú getir farið aftur og uppskorið ávöxt þess sem þú sáðir. Vonandi leiðir viðleitni þín til biblíunáms og þess að þú getir kennt einhverjum öðrum hvernig hægt sé að sá ríflega.
8 Ef við sáum ríflega getum við vænst meiri blessunar frá Jehóva. — Mal. 3:10.