Spurningakassinn
◼ Er þörf á að öldungar og safnaðarþjónar noti prentuð eyðublöð Félagsins ef þeir hafa tölvu til umráða og geta einfaldlega prentað upplýsingarnar út í eigin prentara?
Í byrjun hvers þjónustuárs sendir Félagið söfnuðunum birgðir af ýmiss konar eyðublöðum til að nota það þjónustuár. Það hefur ýmsa kosti ef allir söfnuðirnir nota sömu eyðublöðin og sömu skýrslurnar.
Vegna þessa samræmis í vinnuaðferðum getur öldungur eða þjónn flust úr einum söfnuði í annan án þess að þurfa að læra og taka upp nýjar starfsaðferðir. Samræmingin auðveldar farandhirðum, svo og öðrum fulltrúum Félagsins, að fara yfir bókhald og aðra starfsemi safnaðanna sem færð er inn á stöðluð eyðublöð. Þau tryggja að þær upplýsingar komi fram sem um er beðið og koma í veg fyrir óþarfa vinnu og tvíverknað.
Öldungar og safnaðarþjónar, sem nota tölvur við ýmsa útreikninga og athuganir, verða engu að síður að færa allar umbeðnar upplýsingar inn á eyðublöð Félagsins. Ekki nægir að prenta aðeins út lista sem geta verið að formi til og innihaldi eins misjafnir og þeir eru margir. Erfitt getur reynst fyrir bróður, sem ekki hefur tölvu til umráða, að taka við starfi af bróður sem notaði tölvu á þann hátt.
Gæta skyldi mikillar varúðar við meðferð persónulegra upplýsinga í tölvum. Engar upplýsingar, sem flokkast undir trúnaðarmál skyldi geyma í tölvutæku formi heldur prenta þær út og eyða tölvuskránni tryggilega. Við getum sýnt að við séum samstíga skipulagi Jehóva með því að fylgja starfsaðferðum þess og leiðbeiningum í smáu sem stóru.