Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.94 bls. 1
  • Höldum áfram að hafa jákvætt viðhorf

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Höldum áfram að hafa jákvætt viðhorf
  • Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Svipað efni
  • Viðhöldum jákvæðu viðhorfi til boðunarinnar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
  • Hafið sama hugarfar og Kristur
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Sýndu biðlund
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Gefstu ekki upp að gera það sem gott er
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1994
km 8.94 bls. 1

Höldum áfram að hafa jákvætt viðhorf

1 Það fer um okkur sælustraumur þegar við lesum um hina stórkostlegu aukningu sem á sér stað í mörgum löndum. Þó gerum við okkur ljóst að víða mæta boðberar Guðsríkis sinnuleysi, tómlæti eða jafnvel beinni andspyrnu gegn prédikunarstarfi okkar. Hvernig getum við varðveitt jákvætt viðhorf ef þannig háttar til á starfssvæði okkar? Hvernig getum við bægt frá okkur neikvæðu viðhorfi sem myndi ræna okkur gleðinni eða draga úr kostgæfni okkar í því mikilvæga starfi að prédika og gera menn að lærisveinum?

2 Jákvætt viðhorf hjálpar okkur að halda jafnvægi. Jafnvel við erfiðar aðstæður ættum við ekki að láta neikvæðar hugsanir ráða viðhorfi okkar. Jesús er okkar fullkomna fordæmi. Tiltölulega fáir tóku við því sem hann kenndi. Margir hneyksluðust á kenningum hans. Hann lenti í aðstæðum sem reyndu alvarlega á þolgæði hans. Trúarleiðtogar gagnrýndu starf hans og lögðu á ráðin að drepa hann. Menn hræktu á hann, löðrunguðu, hæddu, börðu og líflétu hann að lokum. Samt hafði hann gleði af því starfi sem hann vann. Hvers vegna? Honum var ljóst mikilvægi þess að gera vilja Guðs og hann gafst ekki upp. — Jóh. 4:34; 13:17; Hebr. 12:2.

3 Varðveitum rétt viðhorf til boðunarstarfsins: Til þessa þurfum við að hafa allnokkur atriði í huga. Munum að við höfum boðskap sem flestir hunsa eða standa gegn. (Matt. 13:14, 15) Þó að postulunum væri opinberlega skipað að hætta að kenna í nafni Jesú héldu þeir áfram að vera trúir því verkefni sínu að prédika og uppskeran hélt áfram að safnast inn. (Post. 5:28, 29; 6:7) Við vitum fyrirfram að á sumum svæðum munu tiltölulega fáir hlusta á boðskapinn um Guðsríki. (Matt. 7:14) Þar af leiðandi er ástæða til að gleðjast ef aðeins einn einstaklingur á starfssvæði okkar ljær boðskapnum eyra. Munum einnig að jafnvel þeir sem eru mótsnúnir verða að fá tækifæri til að heyra. (Esek. 33:8) Sumir andstæðingar breytast um síðir og verða tilbiðjendur Jehóva. Þegar við lítum boðunarstarf okkar réttum augum finnst okkur við hafa áorkað einhverju, jafnvel þótt fáir hlusti. Nærvera okkar ein við húsdyrnar með boðskapinn um ríki Guðs er vitnisburður. — Esek. 2:4, 5.

4 Við höfum góða ástæðu til að hafa jákvætt viðhorf. Velgengni boðunarstarfsins um heim allan og aukin merki um að þrengingin mikla sé á næstu grösum ætti að hvetja okkur öll til að gera okkar ítrasta til að þjóna af guðrækni. (2. Pét. 3:11, 14) Kostgæf starfsemi í ágúst væri góð leið til að sýna að við metum að verðleikum það sem við höfum lært. Við viljum líka að hinir nýju sýni jákvætt viðhorf í því að nota það sem þeim er kennt. Ef einhverjir biblíunema okkar eru komnir það langt að vera tilbúnir til að gerast óskírðir boðberar kann ágúst að vera ágætur tími fyrir þá að hefjast handa.

5 Hvort sem við þjónum sem boðberar eða brautryðjendur er það okkur öllum gagnlegt að hafa hugfast að það sem Jehóva fer fram á við okkur er ekki þungbært. (1. Jóh. 5:3) Hann lofar að styðja okkur. (Hebr. 13:5b, 6) Þrátt fyrir almennt tómlæti, sinnuleysi eða andspyrnu verðum við að vera jákvæð og halda áfram að prédika vegna þess að það er vilji Guðs að við gerum það. — 1. Tím. 2:3, 4.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila