Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.94 bls. 1
  • Núna er rétti tíminn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Núna er rétti tíminn
  • Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Svipað efni
  • Lofaðu skaparann með því að setja þér andleg markmið
    Varðturninn: Lofaðu skaparann með því að setja þér andleg markmið
  • 12 Markmið
    Vaknið! – 2018
  • Hvernig geturðu náð andlegum markmiðum þínum?
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Unglingar — hvernig ætlið þið að nota líf ykkar?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1994
km 10.94 bls. 1

Núna er rétti tíminn

1 Þegar Páll postuli skrifaði síðara bréf sitt til Korintumanna minnti hann þá á að þeir hefðu ásett sér að vinna gott hjálparstarf í þágu trúbræðra sinna í Jerúsalem. Eitt ár var þó liðið og þeir höfðu ekki enn þá lokið því starfi sem byrjað hafði verið á. Þess vegna hvatti hann þá: „Fullgjörið nú og verkið. Þér voruð fúsir að hefjast handa, fullgjörið það nú.“ — 2. Kor. 8:11.

2 Einhvern tíma höfum við öll sett okkur markmið. Við kunnum að hafa ákveðið að auka hlutdeild okkar í boðunarstarfinu, kynnast bræðrum okkar betur, verða hæf til þjónustusérréttinda eða vinna bug á einhverjum veikleika. Þó að við höfum lagt af stað með góðum ásetningi má vera að við höfum ekki fylgt málinu eftir til þess að ná markmiði okkar. Áður en við vissum af voru liðnar vikur, mánuðir eða jafnvel ár án þess að okkur miðaði nokkuð áfram. Gæti verið að við þyrftum að taka til okkar ráðlegginguna að ‚fullgjöra nú‘ það sem við byrjuðum á?

3 Að ná markmiðum okkar: Það er eitt að ásetja sér eitthvað en allt annað að gera þann ásetning að veruleika. Það getur hamlað öllum framförum að skjóta málunum á frest. Við þurfum að gera upp hug okkar og vera síðan staðráðin í að fylgja málinu eftir án tafar. Bráðnauðsynlegt er að hafa gott skipulag á málum sínum. Mikilvægt er að taka frá þann tíma sem þarf til að koma verkinu í framkvæmd og gæta þess að tíminn sé notaður í þeim tilgangi. Það er góð hugmynd að ákveða verkinu tímamörk og iðka síðan sjálfstjórn til að tryggja að því verði lokið fyrir þann tíma.

4 Þegar okkur reynist erfitt að ná markmiðum okkar er auðvelt að hugsa sem svo: ‚Ég sný mér að þessu seinna.‘ En við vitum ekki hvað gerist í framtíðinni. Orðskviðirnir 27:1 segja: „Vertu ekki hróðugur af morgundeginum, því að þú veist ekki, hvað dagurinn ber í skauti sínu.“ Lærisveinninn Jakob varaði við því að vera of viss um framtíðina af því að „þér vitið ekki hvernig líf yðar mun verða á morgun. . . . Hver sem því hefur vit á gott að gjöra, en gjörir það ekki, hann drýgir synd.“ — Jak. 4:13-17.

5 Við verðum fyrir margvíslegu ónæði og kvabbi og þess vegna er auðvelt að láta markmið okkar hverfa í skuggann. Það krefst meðvitaðrar viðleitni að halda þeim ferskum í huga sér. Gagnlegt er að taka málefnið reglulega upp í bænum okkar. Það getur skipt máli að biðja þá sem eru okkur nákomnir að minna okkur á málið og hvetja okkur. Ef við skrifum inn í dagatal okkar mun það minna okkur á að athuga hvernig okkur miðar. Maður verður að einsetja sér að gera ‚eins og maður hefur ásett sér í hjarta sínu.‘ — 2. Kor. 9:7.

6 Októbermánuður veitir okkur gott tækifæri til að einbeita okkur að markmiðum okkar. Við munum bjóða eintök af Varðturninum og Vaknið! Áskrift að þessum tveim blöðum má bjóða þar sem einlægur áhugi er fyrir hendi, yfirleitt í endurheimsóknum. Gætum við sett okkur nokkur skynsamleg markmið til að ná? Hvað um það að reyna að auka blaðadreifingu okkar? Að ákveða að fara í fleiri endurheimsóknir og stofna nýtt biblíunám gæti verið aðgengilegt markmið fyrir marga.

7 Það er ekki skynsamlegt að fresta því sem er mikilvægt, vegna þess að „heimurinn fyrirferst.“ (1. Jóh. 2:17) Okkur standa núna til boða sérstök sérréttindi og blessanir í þjónustu Jehóva. Það er okkar að færa okkur það í nyt.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila