Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.95 bls. 1
  • Kristin hegðun í skólanum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Kristin hegðun í skólanum
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • Hversu sterk mun trú þín reynast?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
  • Trúir þú fagnaðarerindinu í alvöru?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
  • Styrkjum trúna á það sem við vonum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Jehóva hjálpar okkur að halda út
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2025
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 8.95 bls. 1

Kristin hegðun í skólanum

1 Ef þú ert kristið barn eða unglingur í skóla þarfnastu sterkrar trúar til að varðveita ráðvendni þína. Þú kemst í snertingu við slæma félaga og lendir í aðstæðum sem geta reynt á trú þína. Miklu skiptir að þú gerir eins og Pétur ráðlagði: „Hegðið yður vel meðal heiðingjanna, til þess að þeir . . . sjái góðverk yðar og vegsami Guð.“ (1. Pét. 2:12) Þú þarft hugrekki og staðfestu til að standast þetta álag.

2 Innan skólans sem utan verður þú fyrir skæðadrífu spillandi áhrifa af ljótu orðbragði, reykingum, fíkniefnanotkun og lauslæti í kynferðismálum. Dag hvern mæta þér freistingar sem eru til þess fallnar að spilla góðu mannorði þínu. Eins og hinir fullorðnu verður þú að ‚berjast fyrir trúnni‘ eigir þú að standast slíkar prófraunir. — Júd. 3; sjá Varðturninn (á ensku) 15. júlí 1991, blaðsíðu 23-6.

3 Í skólanum er haldið upp á „merka“ viðburði í sögu lands og þjóðar, svo og veraldlega hátíðisdaga. Veist þú hvaða þjóðernislegar og trúarlegar hátíðir skólinn heldur hátíðlegar á einhvern hátt? Ef á reynir gætir þú þá ‚haft góða samvisku, til þess að þeir sem lasta góða hegðun þína sem kristins manns verði sér til skammar í því sem þeir mæla gegn þér‘? — 1. Pét. 3:16.

4 Íþróttastarf í skólanum, skólaböll og annað slíkt er lokkandi og gæti freistað þín en þú verður að vera vakandi fyrir því hvernig þátttaka í þessu starfi, sem virðist skemmtilegt, getur látið þig víkja frá trú þinni. Þú þarft að velja þér þannig félaga að þið getið „uppörvast saman,“ uppbyggst hver og einn vegna trúar hinna. — Rómv. 1:12.

5 Þú getur staðist álagið með hjálp Jehóva: Satan reynir trú þína í sífellu. Prófraunirnar, sem þú verður að þola, geta verið þungar en launin eru þess virði. (1. Pét. 1:6, 7) Þú getur ekki staðist þær til lengdar upp á eigin spýtur; þú verður að leita hjálpar hjá Jehóva. Jesús hvatti lærisveina sína: „Vakið og biðjið, að þér fallið ekki í freistni.“ (Matt. 26:41) Þér er lífsnauðsynlegt að sýna aga og sjálfstjórn. — 1. Kor. 9:27.

6 Mundu alltaf að þú þarft að standa Jehóva reikningsskil gerða þinna. (Préd. 11:9) Jafnvel þótt aðrir sjái ekki það sem þú gerir fer það ekki fram hjá Jehóva og hann mun dæma þig. (Hebr. 4:13) Einlæg löngun til að þóknast honum mun fá þig til að ‚vinna að sáluhjálp þinni með ugg og ótta.‘ (Fil. 2:12) Daglegur lestur í orði Guð er mikil hjálp. Biblían er full af frábærum leiðbeiningum og góðum fyrirmyndum til að líkja eftir. — Hebr. 12:1-3.

7 Foreldrar, þig gegnið mikilvægu hlutverki. Þið þurfið að hafa umsjón með börnum ykkar, vita af þeim vandamálum sem þau standa frammi fyrir og veita hjálp þegar hennar er þörf. Hafið þið gott samband við börnin ykkar? Hafið þið glætt með þeim þakklæti og skilning á lögum Guðs og frumreglum? Þegar börnin ykkar mæta þrýstingi eða freistingum eru þau þá sterk eða gefast þau auðveldlega upp? Veikir það sjálfstraust þeirra að þurfa að vera öðruvísi en jafnaldrarnir? Það er ykkar ábyrgð sem foreldra að hjálpa þeim. (5. Mós. 6:6, 7) Ef þið sinnið hlutverki ykkar vel getið þið hjálpað þeim að berjast til sigurs fyrir trúnni. — Orðskv. 22:6.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila