Tilkynningar
◼ Rit til að nota í desember: Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Leitast verður sérstaklega við að fara aftur til allra sem þiggja nýju bókina með það í huga að hefja með þeim heimabiblíunám. Ef bókin verður ekki komin í hendur safnaðarins í byrjun desember má halda áfram að bjóða sömu rit og í nóvember uns nýja bókin kemur. Janúar: Bækurnar Sannur friður og öryggi — Hvernig? og Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt. Febrúar og mars: Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs.
◼ Söfnuðirnir ættu að byrja að senda inn pantanir á innbundnum árgöngum Varðturnsins og Vaknið! fyrir árið 1995 á pöntunareyðublaðinu fyrir desember.
◼ Umsjónarmaður í forsæti, eða einhver sem hann tilnefnir, ætti að endurskoða bókhald safnaðarins 1. desember eða eins fljótt þar á eftir og mögulegt er. Ef tveir eða fleiri söfnuðir hafa sameiginlegan rekstrarsjóð skal einnig endurskoða hann. Tilkynna skal söfnuðinum þegar endurskoðuninni er lokið.
◼ Í janúar 1996 verður byrjað að nema bæklinginn Hver er tilgangur lífsins? í safnaðarbóknáminu og þvínæst bæklinginn Þegar ástvinur deyr. . . Í vikunni, sem hefst 29. apríl 1996, verður síðan byrjað að nema bókina Þekking sem leiðir til eilífs lífs í safnaðarbóknáminu.
◼ Minningarhátíðin 1997 verður haldin sunnudaginn 23. mars eftir sólsetur. Þetta er tilkynnt með svona löngum fyrirvara til að bræðrum gefist nægur tími til að tryggja sér sal til athafnarinnar á stöðum þar sem margir söfnuðir nota sama ríkissalinn og nauðsynlegt reynist að fá aðra sali þetta kvöld.
◼ Frá 1. ágúst 1995 hefur Varðturninn á púnjabí komið út mánaðarlega í „samtímaútgáfu“ sem þýðir að námsgreinarnar í hverjum mánuði eru þær sömu og í ensku blöðunum frá 1. og 15. þess sama mánaðar.
◼ Albanska bætist í hóp þeirra tungumála sem Vaknið! verður fáanlegt á. Það mun koma út fjórum sinnum á ári og verður fyrsta tölublaðið janúar-mars 1996. Ársfjórðungslegar útgáfur Vaknið! á erlendum málum er ekki hægt að fá í áskrift.
◼ Vinnu er næstum lokið við nýjan geisladisk (CD-ROM) sem nefnist Watchtower Library—1995 Edition. Þetta er uppfærð útgáfa á geisladisknum sem gefinn var út í fyrra. (Sjá Ríkisþjónustu okkar fyrir júní 1994, blaðsíðu 3.) Diskurinn inniheldur endurbætt leitarforrit og bætt hefur verið við þeim ritum Félagsins sem komu út 1995, 1994 og 1979-1970. Hann verður einnig gefinn út á ítölsku, spönsku og þýsku. Söfnuðirnir geta byrjað að taka við pöntunum á þessum geisladisk.