Tilkynningar
◼ Rit til að nota í janúar: Bækurnar Sannur friður og öryggi — Hvernig?, Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt og Öryggi um allan heim undir stjórn friðarhöfðingjans. Febrúar og mars: Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Apríl: Varðturninn og Vaknið! Á svæðum, sem oft er farið í, má líka nota hvaða bækling sem er. Þegar vart verður við áhuga í endurheimsóknum mætti gjarnan bjóða áskrift.
◼ Söfnuðirnir ættu að gera hentugar ráðstafanir til að halda minningarhátíðina hátíðlega á þessu ári, þriðjudaginn 2. apríl eftir sólarlag. Þótt æskilegt sé að hver söfnuður haldi sína eigin minningarhátíð er ekki víst að það sé alltaf gerlegt. Á stöðum þar sem fleiri en einn söfnuður nota venjulega sama ríkissalinn gæti ef til vill einn eða fleiri söfnuður fengið til afnota annan samkomustað þetta kvöld. Minningarhátíðin ætti ekki að hefjast það seint að þeim sem nýlega hafa fengið áhuga reynist óþægilegt að sækja hana. Þar fyrir utan ætti dagskráin ekki að vera svo þétt að lítill sem enginn tími gefist fyrir og eftir hátíðina til að heilsa gestum, gera ráðstafanir til að veita sumum frekari andlega aðstoð eða almennt fyrir þá sem eru viðstaddir að uppörva hver annan. Eftir að öldungarnir hafa hugleitt vandlega allar hliðar málsins ættu þeir að ákveða hvaða fyrirkomulag muni best hjálpa þeim sem sækja minningarhátíðina að hafa sem mest gagn af þessari kvöldstund.
◼ Sérræðan fyrir minningarhátíðartímabilið 1996 verður flutt sunnudaginn 21. apríl. Ræðan heitir „Verum flekklaus meðal rangsnúinnar kynslóðar.“ Ræðuuppkast verður sent söfnuðunum.
◼ Í næstu heimsókn farandhirðisins til safnaðanna flytur hann nýjan opinberan fyrirlestur sem ber heitið „Trúfastur söfnuður undir forystu Krists.“
◼ Frá 1. janúar 1996 kemur Varðturninn út mánaðarlega í samtímaútgáfu á Afríkutungumálunum síonga, isokó og lúvale.