Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í mars: Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Apríl og maí: Varðturninn og Vaknið! Á svæðum, sem oft er farið í, má líka nota hvaða bækling sem er. Þegar vart verður við áhuga í endurheimsóknum mætti gjarnan bjóða áskrift. Júní: Þekking sem leiðir til eilífs lífs.
◼ Umsjónarmaður í forsæti, eða einhver sem hann tilnefnir, ætti að endurskoða bókhald safnaðarins 1. mars eða eins fljótt þar á eftir og mögulegt er. Tilkynna skal söfnuðinum þegar endurskoðuninni er lokið.
◼ Eins og tilkynnt var í Ríkisþjónustu okkar fyrir janúar 1996 mun sérræðan fyrir minningarhátíðartímabilið á þessu ári verða flutt í flestum söfnuðum sunnudaginn 21. apríl. Ræðan skal hvergi flutt fyrir þann tíma. Heiti hennar er „Verum flekklaus meðal rangsnúinnar kynslóðar.“ Sérstaklega skyldi leitast við að bjóða þeim sem sækja minningarhátíðina 2. apríl að koma og hlýða á sérræðuna.
◼ Þegar farið er yfir bæklinginn Þegar ástvinur deyr . . . í safnaðarbóknáminu getur bóknámsstjórinn notað viðeigandi spurningar í römmunum með yfirskriftinni Íhugunarefni, en þarf þar að auki að semja spurningar sem draga fram aðra þætti námsefnisins.