Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í apríl og maí: Varðturninn og Vaknið! Á svæðum, sem oft er farið í, má líka nota hvaða bækling sem er. Þegar vart verður við áhuga í endurheimsóknum mætti gjarnan bjóða áskrift. Júní: Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Júlí of ágúst: Nota má hvern sem er af eftirtöldum 32 blaðsíðna bæklingum: Andar hinna dánu, Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?, Hver er tilgangur lífsins?, Nafn Guðs sem vara mun að eilífu, „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja,“ Stjórnin sem koma mun á paradís, Þegar ástvinur deyr . . . og Ættum við að trúa á þrenninguna?
◼ Mótsmerki fyrir landsmótið 1996 verða send söfnuðunum án þess að þeir þurfi að panta þau sérstaklega og verða þau send í búntum með 25 stykkjum hvert. Ef söfnuður fær ekki nægilega mörg mótsmerki getur hann pantað fleiri á venjulega pöntunareyðublaðinu (S-14). Plasthulstrin utan um mótsmerkið þarf hins vegar að panta fyrir þá sem óska eftir þeim.
◼ Svæðismótið fyrir þjónustuárið 1996 verður haldið í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi dagana 27. og 28. apríl og hefst dagskráin klukkan 9:55 báða dagana. Stef mótsins er: „Hlýðið á og lærið að halda orð Guðs“ og er byggt á 5. Mósebók 31:12, 13.
◼ Öllum fyrirspurnum um hvar og hvenær umdæmismót erlendis verða haldin ætti að beina til deildarskrifstofanna í viðkomandi löndum. Póstföngin má finna aftast í árbókinni.
◼ Ákveðið hefur verið að gefa út Kingdom Melodies á geisladiskum og er það sama hljómsveitarupptakan og fáanleg hefur verið í mörg ár á snældum. Diskarnir verða alls átta og koma út á þriggja mánaða fresti, sá fyrsti í júní næstkomandi og geta söfnuðurnir pantað hann á S-14 eyðublaðinu. Kingdom Melodies vera enn fáanlegar á snældum. Geisladiskaútgáfan er aðgreind með „CD“ fyrir framan, til dæmis „CD Kingdom Melodies -1.“
◼ Ný myndbönd fáanleg:
Enska: New World Society in Action.
Franska, norska, sænska, þýska: United By Divine Teaching.