Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.96 bls. 1
  • Ekki látið af að boða fagnaðarerindið

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ekki látið af að boða fagnaðarerindið
  • Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Svipað efni
  • Hvernig eiga þeir að heyra?
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Drögum ekki úr starfinu hús úr húsi
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Prédikum án afláts
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Boðum trúna og kennum – forsenda þess að gera fólk að lærisveinum
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2018
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1996
km 8.96 bls. 1

Ekki látið af að boða fagnaðarerindið

1 Snemmkristnir menn tóku boðunarstarf sitt mjög alvarlega. Lúkas greinir svo frá: „Létu þeir eigi af að kenna dag hvern í helgidóminum og í heimahúsum og boða fagnaðarerindið um, að Jesús sé Kristur.“ (Post. 5:42) Ekkert, jafnvel ekki ofsóknir, hélt aftur af þeim! (Post. 8:4) Þeir ræddu við aðra um sannleikann á hverjum degi.

2 Hvað um okkur? Spyrðu sjálfan þig: ‚Skynja ég hve tíminn er orðinn naumur? Er mér umhugað um að láta ekki af að boða fagnaðarerindið?‘

3 Nútímadæmi um fólk sem lætur ekki af að prédika: Systir með lömunarveiki þurfti sífellt að vera í járnlunga. Hún gat ekki sótt samkomur í ríkissalnum eða mót. En hún var önnum kafin við að boða fagnaðarerindið. Þau 37 ár, sem hún var bundin við járnlungað, gat hún hjálpað 17 manns að læra sannleikann! Hvernig fór hún að því? Þó að hún gæti ekki farið hús úr húsi fann hún á hverjum degi leið til að bera óformlega vitni fyrir þeim sem komu nálægt henni.

4 Bræður okkar í Bosníu hafa þurft að kljást við styrjöld og skort. Engu að síður halda þeir áfram að prédika að staðaldri fyrir öðrum. Boðberarnir í Sarajevó hafa að meðaltali notað 20 tíma á mánuði til að tala við aðra um fagnaðarerindið og hver þeirra stýrir að meðaltali tveimur biblíunámum. Þrátt fyrir hinar erfiðu aðstæður láta þeir ekki af að boða og kenna.

5 Börn og unglingar sýna líka kostgæfni gagnvart þjónustunni. Vottafjölskylda í Rúanda var sett inn í herbergi þar sem hermenn bjuggu sig undir að lífláta hana. Fjölskyldan bað leyfis til að biðja fyrst til Guðs. Það var veitt og litla dóttirin, Deborah, bað upphátt: „Jehóva, pabbi og ég útbreiddum fimm blöð í þessari viku. Hvernig eigum við að komast aftur til þessa fólks til að kenna því sannleikann og hjálpa því að öðlast eilíft líf?“ Vegna sterkrar trúar stúlkunnar og kærleika til boðunarstarfsins var allri fjölskyldunni þyrmt.

6 Núna er þörf á að vera vakandi fyrir tækifærum til að bera vitni fyrir öðrum og leita þá uppi sem ‚ætlaðir eru til eilífs lífs.‘ (Post. 13:48) Í samræmi við aðstæður á hverjum stað gera safnaðaröldungarnir ráðstafanir til hópstarfs á hentugum tímum, hvort sem það er árdegis, síðdegis eða á kvöldin. Greinar í Ríkisþjónustu okkar og dagskrárliðir á þjónustusamkomum, svæðismótum og umdæmismótum koma með tímabærar tillögur í tengslum við ýmsar hliðar boðunarstarfsins og hvetja til þess. Auk þess veita farandhirðar og umdæmishirðar boðberum þjálfun í götustarfinu, sýna þeim hvernig starfa megi í verslunar- og viðskiptasvæðum og benda á aðrar leiðir til að bera vitni hvar sem fólk er að finna. Allt undirstrikar þetta að ekkert lát er á boðun fagnaðarerindisins.

7 Postular Jesús sögðu hugrakkir: „Vér getum ekki annað en talað það, sem vér höfum séð og heyrt.“ Hvernig tókst þeim að halda út þrátt fyrir allar hindranir? Þeir báðu Jehóva að hjálpa sér sem hann og gerði og „þeir fylltust allir heilögum anda og töluðu orð Guðs af djörfung.“ (Post. 4:20, 29, 31) Ekki er víst að allir fái að njóta þess að lenda í einhverju stórkostlega frásagnarverðu í boðunarstarfinu, en ef við þráum í sannleika að boða fagnaðarerindið án afláts og ef við leggjum á okkur það sem til þarf, jafnvel daglega, mun Jehóva hjálpa okkur.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila