Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í Febrúar: Bókin Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Mars: Bókin Spurningar unga fólksins — svör sem duga. Apríl og maí: Varðturninn og Vaknið! Þegar vart verður við áhuga í endurheimsóknum má gjarnan bjóða áskrift að blöðunum.
◼ Ritari safnaðarins og starfshirðir skulu fara yfir starfsemi allra reglulegra brautryðjenda. Ef einhver á í erfiðleikum með að uppfylla tímakröfurnar sem gerðar eru, ættu öldungarnir að gera ráðstafanir til að aðstoða hann. Tillögur er að finna í bréfi Félagsins (S-201) frá 1. október 1993 og 1. október 1992. Sjá einnig tölugreinar 2-10 í viðauka Ríkisþjónustu okkar fyrir nóvember 1995.