Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í júlí og ágúst: Nota má hvern sem er af eftirtöldum 32 blaðsíðna bæklingum: Andar hinna dánu, Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?, Hver er tilgangur lífsins?, Nafn Guðs sem vara mun að eilífu, „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja,“ Stjórnin sem koma mun á paradís, Þegar ástvinur deyr . . . og Ættum við að trúa á þrenninguna? September: Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Október: Varðturninn og Vaknið! Þegar vart verður við áhuga í endurheimsóknum má gjarnan bjóða áskrift að blöðunum.
◼ Í tveim síðustu tölublöðum Ríkisþjónustu okkar misrituðust mánuðirnir á þjónustuskýrslunni. Tölurnar í Ríkisþjónustu okkar fyrir maí greina frá boðunarstarfinu í janúar og tölurnar í Ríkisþjónustu okkar fyrir júní eiga við starfið í febrúar.
◼ Farandhirðirinn mun í heimsóknum sínum til safnaðanna fyrri hluta þjónustuársins 1998 flytja opinbera fyrirlesturinn sem ber heitið „Treystum á frelsunarmátt Jehóva.“