Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.97 bls. 1
  • Þín er saknað

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þín er saknað
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Svipað efni
  • Stuðlar þú að uppbyggilegum samkomum?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Hvers vegna ættum við að safnast saman til tilbeiðslu?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Dagskrá fjölskyldunnar — safnaðarsamkomur
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Hvaða gagn getur þú haft af samkomum Votta Jehóva?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 12.97 bls. 1

Þín er saknað

1 Endrum og sinnum missum við ef til vill af einni eða fleirum safnaðarsamkomum og hugsum sem svo: ‚Enginn mun sakna mín; þau taka ekki einu sinni eftir að ég sé ekki á staðnum.‘ Það er ekki satt! Sérhvert okkar gegnir mikilvægu hlutverki í starfsemi safnaðarins eins og sérhver limur líkamans gerir í starfsemi hans. (1. Kor. 12:12) Fjarvera okkar frá vikulegri samkomu getur haft áhrif á andlega vellíðan annarra sem sækja hana. Ef þú ert ekki viðstaddur geturðu verið viss um að þín er saknað.

2 Hið mikilvæga hlutverk sem þú gegnir: Páll þráði félagsskap við bræður sína. Rómverjabréfið 1:11, 12 útskýrir hvers vegna: „Til þess að ég fái veitt yður hlutdeild í andlegri náðargjöf . . . Svo að vér getum uppörvast saman fyrir hina sameiginlegu trú, yðar og mína.“ Með því að gefa athugasemdir á samkomunni, eiga þátt í flutningi dagskrárinnar og með nærveru okkar einni saman, gerum við mikið til að byggja hvert annað upp til að geta haldið áfram á braut trúfestinnar. — 1. Þess. 5:11.

3 Hlakkar þú ekki til að hitta aðra á safnaðarsamkomunum? Þú hlustar vandlega á athugasemdir þeirra og kannt að meta hvernig þeir tjá trú sína. Andlegar gjafir þeirra stuðla að uppbyggingu þinni. Ef þeir væru ekki viðstaddir samkomuna fyndist þér eitthvað mikilvægt vanta. Bræðrum þínum og systrum finnst það sama um þig ef þú ert ekki viðstaddur.

4 Hið mikilvæga hlutverk sem samkomurnar gegna: Varðturninn benti eitt sinn með eftirfarandi orðum á hve mikilvægar samkomurnar eru til þess að andlegt líf okkar fjari ekki út: „Í þessum siðlausa heimi, sem logar í illindum, er kristni söfnuðurinn sannur andlegur griðastaður . . . , friðarhöfn þar sem kærleikur ríkir. Þú skalt þess vegna sækja að staðaldri allar samkomur hans.“ (wE93 15.8. 11) Dag hvern mætum við aðstæðum sem ganga mjög á andlegan orkuforða okkar. Ef við erum ekki varkár gætum við orðið svo niðursokkin í eigin áhyggjur að við kynnum að missa sjónar á andlegu málunum sem mikilvægari eru. Við erum öll hvert öðru háð til að fá þá uppörvun sem við þurfum til þess að halda áfram að vera sameinuð og kostgæfin í þjónustu Guðs. — Hebr. 10:24, 25.

5 Það er lífsnauðsynlegt að við sækjum samkomurnar. Veikindi og óvænt atvik kunna að varna okkur þess af og til. Að því frátöldu skulum við alltaf vera staðráðin í að vera með í þeim hópi manna sem lofar Jehóva saman. — Sálm. 26:12.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila