Notaðu hljóðsnældurnar vel
Hljóðsnældur Félagsins hafa reynst mörgum hið mesta þarfaþing. Bræður okkar og systur hafa hlustað óspart á þær, til dæmis meðan þau ferðast um í bíl, sinna heimilisverkum eða slappa af heima hjá sér. Enda þótt ekki sé til mikið efni á íslensku er til mikið úrval hljóðsnælda á ensku og fleiri málum sem hægt er að nýta sér í starfi og leik. Að hlusta á biblíuleikrit og lestur Biblíunnar og biblíutengdra rita með þessu móti er afbragðsleið til að dýpka skilning okkar á ráðleggingum Jehóva til þjóna sinna á hinum „síðustu dögum“ og ‚nota hverja stund.‘ — 2. Tím. 3:1; Ef. 5:16.
Í kjölfar umdæmismótsins „Trúin á orð Guðs“ lýstu margir yfir þakklæti fyrir biblíuleikritið „Haltu auga þínu heilu.“ Skýrslur hvaðanæva úr heiminum gefa til kynna að hinn kröftugi boðskapur þessa hrífandi leikrits hafi fengið marga bræður og systur til að láta hagsmuni Guðsríkis vera áfram í fyrirrúmi og halda auga sínu heilu í sambandi við veraldleg viðfangsefni. Félaginu er því ánægjuefni að tilkynna að samnefnt biblíuleikrit er nú fáanlegt á hljóðsnældu.
Kynntu þér hvaða hljóðsnældur eru fáanlegar og á hvaða málum og notaðu þær eins vel og tungumálakunnátta þín leyfir. Megi þær reynast þér gagnleg leið til að ‚íhuga lögmál Jehóva allan liðlangan daginn.‘ — Sálm. 119:97.