Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í nóvember og desember: Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Janúar: Bókin Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð eða bókin Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Febrúar: Bókin Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt.
◼ Söfnuðir geta pantað Árbók votta Jehóva 1999 á ritapöntunareyðublaðinu í nóvember. Árbókin verður fáanleg á eftirfarandi tungumálum: dönsku, ensku, finnsku, frönsku, ítölsku, norsku, sænsku og þýsku. Árbækur eru sérpöntunarvara.
◼ Söfnuðir geta einnig pantað innbundna árganga af Varðturninum og Vaknið! fyrir árið 1998 og þurfa pantanir að berast í síðasta lagi 1. desember 1998. Árgangarnir eru sérpöntunarvara og fást á eftirfarandi tungumálum: dönsku, ensku, frönsku, ítölsku, norsku, spænsku, sænsku og þýsku. Hafa ber í huga að innbundnir árgangar eru ekki lengur framleiddir á íslensku.
◼ Það verður sífellt auðveldara fyrir fólk að ferðast til annarra landa og eru bræður okkar þar engin undantekning. Oft hafa þeir samband við deildarskrifstofur Félagsins til að verða sér úti um upplýsingar. Deildarskrifstofurnar láta fúslega í té upplýsingar um ríkissali og samkomutíma safnaða í landinu, og gefa jafnframt leiðbeiningar um heimsóknir á deildarskrifstofuna. En skýrslur gefa til kynna að oft berist fyrirspurnir um margt fleira, svo sem ferðaþjónustu, gistihúsnæði, áhugaverða staði og þess háttar. Deildarskrifstofur hafa hvorki mannafla, aðstöðu né tíma til að veita þess konar upplýsingar. Ferðamenn eru hvattir til að leita til ferðaskrifstofa eða ferðaþjónustuaðila sem yfirleitt hafa slíkar upplýsingar á reiðum höndum.
◼ Ný rit fáanleg:
Efnisskráin Watch Tower Publications Index 1986-1995 — þýska.
◼ Ný myndbönd fáanleg:
The Bible — Its Power in Your Life (Biblían — kraftur hennar í lífi þínu) — ítalska, norska.