Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í febrúar: Bækurnar Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt og Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Mars: Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Sérstakt átak verður gert til að koma af stað heimabiblíunámskeiðum. Apríl og maí: Einstök tölublöð af Varðturninum og Vaknið! Hafið Kröfubæklinginn við hendina til að bjóða áhugasömum og reynið að koma af stað heimabiblíunámskeiðum.
◼ Frá og með vikunni sem hefst 22. mars 1999 verður bókin Mesta mikilmenni sem lifað hefur tekin fyrir í safnaðarbóknáminu. Í þessu tölublaði Ríkisþjónustu okkar er að finna alla námsáætlunina. Þú getur ljósritað hana og haft í námsbókinni til viðmiðunar. Leiðbeiningar um hvernig farið verður yfir inngang bókarinnar er að finna í greininni „Nýtt námsefni í safnaðarbóknáminu — Mesta mikilmenni sem lifað hefur“ á bls. 3, gr. 5 í Ríkisþjónustu okkar fyrir september 1997.
◼ Ritari safnaðarins og starfshirðir skulu fara yfir starfsemi allra reglulegra brautryðjenda. Ef einhver á erfitt með að uppfylla tímakröfurnar sem gerðar eru ættu öldungarnir að gera ráðstafanir til að aðstoða hann. Tillögur er að finna í árlegum bréfum Félagsins til öldungaráða vegna brautryðjenda (S-201). Sjá einnig tölugr. 2-10 í viðauka Ríkisþjónustu okkar fyrir nóvember 1995.
◼ Boðberahópar, sem hyggjast starfa á óúthlutuðu svæði eða sveitasvæði á komandi mánuðum, ættu að bjóða áhugasömum Kröfubæklinginn eða Þekkingarbókina. Einnig væri gott að láta Sköpunarbókina fylgja með í tilboðinu.
◼ Næsti opinberi fyrirlestur farandhirðis, þegar hann heimsækir söfnuðina eftir 1. febrúar, ber heitið „Hve raunverulegur er Guð þér?“
◼ Umdæmismótið 1999 verður haldið dagana 6.-8. ágúst í Íþróttahúsinu Digranesi, Kópavogi, og stendur dagskráin frá kl. 9:30 til 17:00 á föstudag og laugardag en kl. 9:30 til 16:00 á sunnudag. Stef mótsins er „Spádómsorð Guðs.“
◼ Frá og með janúar-mars 1999 kemur Vaknið! út ársfjórðungslega á salómonseyja-pidgin, og hálfsmánaðarlega á lettnesku frá og með 8. janúar 1999. Frá og með 1. janúar 1999 er Varðturninn fáanlegur mánaðarlega á úmbúndú, og hálfsmánaðarlega á úrdú frá og með 15. janúar 1999.
◼ Ný rit fáanleg:
Bæklingarnir Hvað verður um okkur þegar við deyjum og Bók fyrir alla menn eru komnir út á íslensku.
Bókin Ungt fólk spyr — rússneska
Efniskráin Watchtower Publications Index 1986-1995 (dx86-95) — norska, sænska.
Watchtower Publications Index 1996 (dx96) — þýska.
◼ Nýjar hljóðsnældur fáanlegar:
Biblíuleikritið Keep Your Eye Simple (Haltu auga þínu heilu) (csey) — spænska.
◼ Ný myndbönd fáanleg:
The Bible — Its Power in Your Life (Biblían — kraftur hennar í lífi þínu) (vcpf) — þýska
Noah — He Walked With God (Nói — hann gekk með Guði) (vcno) — ítalska, sænska.
◼ Nýir geisladiskar fáanlegir:
Watchtower Library — 1997 Edition (cdly97) — spænska