Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 3.00 bls. 7
  • Að svara spurningum um blóðgjafir

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Að svara spurningum um blóðgjafir
  • Ríkisþjónusta okkar – 2000
Ríkisþjónusta okkar – 2000
km 3.00 bls. 7

Að svara spurningum um blóðgjafir

1 Í Orðskviðunum 15:28 stendur: „Hjarta hins réttláta íhugar, hverju svara skuli.“ Þegar við leitum læknis eða leggjumst inn á spítala og þurfum að svara spurningum um afstöðu okkar til blóðgjafa er sérlega mikilvægt að hafa ‚íhugað‘ fyrirfram hverju svara skuli.

2 Þú getur treyst því að læknirinn er boðinn og búinn að hjálpa þér. Tortryggni getur leitt til óþarfa ágreinings. Til að geta svarað sem best er nauðsynlegt að vera vel að sér, mildur og sýna virðingu. (1. Pét. 3:15, 16) Fyrsta hugsunin á ekki að vera sú að prédika. Læknar taka sjaldnast mark á trúarlegum svörum (sem þeim finnast kannski öfgakennd) en þeir vilja gjarnan ræða við sjúklinga sem eru skynsamir og í góðu jafnvægi.

3 Samræður við lækninn ættu þess vegna að beinast að því að finna meðferðarúrræði sem þú getur sætt þig við. Ætlastu ekki til þess að læknirinn skilji afstöðu þína, en hann þarf að vita hver hún er og fallast á að virða hana. Kynntu þér hvort hann hafi reynslu af aðgerðum eins og þeirri sem þú þarft að gangast undir eða hvort hann mæli með öðrum skurðlækni.

4 Leggðu ekki óþarfa áherslu á upprisuvonina í samtali við lækninn. Sannleikurinn er sá að þú vilt ekki deyja heldur lifa. Einmitt þess vegna ertu á sjúkrahúsi. Málið snýst ekki um rétt manns til að deyja heldur um réttinn til að ráða hvernig maður lifir. Afþakkaðu blóðgjöf ef þér finnst nauðsynlegt og gagnlegt að fara eftir boðum Guðs, en útskýrðu fyrir lækninum að með því að afþakka blóðgjöf sértu ekki að afþakka lífið.

5 Leggðu áherslu á að undanfarin ár hafi verið þróuð fjölmörg önnur meðferðarúrræði og að það sé skynsamlegt að nýta sér lögvernduð réttindi til að velja sér læknismeðferð. Læknirinn kannast ef til vill við þessi úrræði og er hugsanlega þegar farinn að nota þau. Ef ekki þá gætir þú boðist til að fá nýjustu upplýsingar frá Spítalaupplýsingum votta Jehóva.

6 Þegar svona spurningar eru lagðar fyrir okkur í boðunarstarfinu getum við svarað í grundvallaratriðum á sama hátt. En ef einhverjir vilja bara þræta við okkur ættum við að beita sömu aðferð og Jesús þegar hann var borinn röngum sökum. (Matt. 27:11-14) Aðrir spyrja í fullri einlægni og við þá viljum gjarnan ræða málin.

7 Eftir að hafa stuttlega sýnt hvað Biblían segir má benda á að nýjustu framfarir læknavísindanna árétti þessa afstöðu. Í þekktum læknisfræðitímaritum um allan heim kemur fram að hægt er að beita öðrum aðferðum í öllum læknisaðgerðum, þótt áður hafi verið álitið að það væri ekki hjá því komast að nota blóð. Sífellt fleiri læknar hafa kynnt sér og notað aðferðir (lyf og tækjabúnað) sem bygga upp blóðið ásamt því að draga úr blæðingum og endurvinna blóð í aðgerð. Sú reynsla sem færir læknar hafa öðlast við að meðhöndla votta Jehóva án blóðgjafa hefur staðfest að biblíuleg afstaða okkar er skynsamleg.

8 Vel grunduð svör við spurningum um afstöðu okkar til blóðs geta upprætt fordóma. Það getur tekið svolítið á taugarnar að tala við lækni um þessi mál eða verða fyrir aðkasti þeirra vegna. Jesús hafði einmitt slíkt í huga þegar hann sagði: ‚Hafið ekki áhyggjur.‘ Ef við erum vel undirbúin og vel að okkur hjálpar andi Guðs okkur að svara skynsamlega. — Lúkas 12:11, 12.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila