Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.00 bls. 3-4
  • Vertu kostgæfinn til góðra verka í apríl!

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vertu kostgæfinn til góðra verka í apríl!
  • Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Svipað efni
  • Verður apríl 2000 besti mánuðurinn til þessa?
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Kappkostaðu það sem gott er
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Til minnis vegna minningarhátíðar
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Til minnis vegna minningarhátíðar
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2000
km 4.00 bls. 3-4

Vertu kostgæfinn til góðra verka í apríl!

1 Þegar fellibylur nálgast byggð ríður á að vara fólk við hættunni. Því meir sem fellibylurinn nálgast, þeim mun ákafar þarf að vara við af því að mannslíf eru í húfi. Sumir hafa ef til vill ekki heyrt fyrri viðvaranir. Aðrir hafa kannski heyrt þær en trassað að gera eitthvað í málinu. Hið sama má segja um þá viðvörun Guðs sem okkur hefur verið falið að koma á framfæri áður en ‚vindbylur‘ réttlátrar reiði hans feykir burt sérhverjum menjum þessa illa heims. (Orðskv. 10:25) Eilíft líf milljarða manna er í húfi! Við verðum að vara þá við. Við verðum að vera ‚kostgæfin til góðra verka.‘ — Tít. 2:11-14.

2 Um áratuga skeið hafa þjónar Jehóva verið hvattir til að vera sérstaklega kostgæfnir í boðunarstarfinu um minningarhátíðartímann. Vorið 1939 kom Informant, forveri Ríkisþjónustu okkar, með þessa hvatningu: „Þar eð vor er í lofti og veðurblíða á næsta leiti væntum við þess að safnaðarboðberar tvöfaldi starfstíma sína og að brautryðjendur auki starfstímann verulega. Fimm sunnudagar eru í apríl og einnig fimm laugardagar. Gerið alla laugardaga og sunnudaga í apríl . . . að sérstökum starfsdögum.“ Þetta var metnaðarfullt markmið sem bræður voru hvattir til að setja sér fyrir 60 árum. Í ár, líkt og árið 1939, eru fimm heilar helgar í apríl. Hver eru áform þín í mánuðinum? Hvað hefurðu sett á dagatalið fyrir apríl 2000? Ráðgerðu að taka marktækan þátt í góðum verkum með öðrum þjónum Jehóva í þessum sérstaka átaksmánuði.

3 Hverju vonumst við til að áorka? Mikilvægasti dagur ársins er 19. þessa mánaðar — dánarafmæli Jesú. Gerðu sérstakt átak til að bjóða eins mörgum og þú getur á minningarhátíðina. Gerðu lista yfir alla hugsanlega gesti eins og lagt var til í síðasta mánuði, og gakktu úr skugga um að þú hafir ekki gleymt neinum. Bjóða ætti öllum óvirkum boðberum og biblíunemendum, þeim sem við endurheimsækjum og þeim sem hafa haft biblíunámskeið áður, vinnufélögum, skólafélögum, nágrönnum, ættingjum og öðru kunningjafólki. Hafa allir far sem vilja koma? Gætirðu hjálpað þeim að komast? Á minningarhátíðarkvöldinu höfum við öll tækifæri til að bjóða gestina velkomna. Að hátíðinni lokinni getum við boðið áhugasömum frekari andlega aðstoð.

4 Að vera „kostgæfinn til góðra verka“ dagana fyrir og eftir minningarhátíðina er afbragðsleið til að sýna Jehóva að við kunnum virkilega að meta allt sem hann hefur gert fyrir okkur. Með hækkandi sól og batnandi veðri geta margir aukið boðunarstarf sitt. Ef þú hefur gerst aðstoðarbrautryðjandi hefur þú einsett þér að ná minnst 50 tímum í boðunarstarfinu. (Matt. 5:37) Haltu þér fast við áætlunina sem þú gerðir í byrjun mánaðarins. (Préd. 3:1; 1. Kor. 14:40) Aðrir boðberar ættu að gera allt sem þeir geta til að rétta öllum brautryðjendunum hjálparhönd með því að hvetja þá til dáða og starfa með þeim á akrinum. (Samanber 2. Konungabók 10:15, 16.) Ef við sáum af kostgæfni í aprílmánuði getum við notið mikillar gleði og blessunar frá Jehóva. (Mal. 3:10) Kannski þetta verði stökkpallur að áframhaldandi aðstoðarbrautryðjandastarfi eða að reglulegu brautryðjandastarfi. Megi sá andlegi skriður, sem við náum í apríl, fleyta okkur áfram næstu mánuði svo að við getum haldið áfram að vera reglulegir boðberar Guðsríkis.

5 Vafalaust munu þúsundir þjóna Jehóva koma af stað nýjum heimabiblíunámskeiðum í mánuðinum. Langar þig til að koma námskeiði af stað? Gerðu það að bænarefni þínu og leggðu þig fram í samræmi við bænina. Þú getur treyst því að Jehóva heyrir auðmjúka beiðni þína um hjálp við að finna hjartahreint fólk til að kenna. — 1. Jóhannesarbréf 3:22.

6 Eftirfarandi kynning hefur reynst vel til að koma af stað samræðum. Spyrðu fyrst: „Heldur þú að ofbeldið, sem er að færast í vöxt í skólum, stafi af starfsemi illra anda eða lélegu barnauppeldi.“ Leyfðu viðmælanda þínum að svara. Ef hann segir: „starfsemi illra anda,“ skaltu lesa Opinberunarbókina 12:9, 12 og benda á þátt djöfulsins í glundroðanum í heiminum. Flettu upp í 4. kafla Kröfubæklingsins og spyrðu viðmælandann hvort hann hafi velt fyrir sér hvaðan djöfullinn hafi komið. Lestu síðan og ræddu fyrstu tvær greinarnar. Ef viðmælandinn segir að ofbeldi í skólum stafi af „lélegu barnauppeldi,“ skaltu lesa 2. Tímóteusarbréf 3:1-3 og benda á sumt sem stuðlar greinilega að vandanum. Flettu síðan upp í 8. kafla Kröfubæklingsins, lestu gr. 5 og haltu umræðunum áfram. Ef þér tekst að mæla þér mót við hann aftur ertu kominn vel á veg með að halda reglulegt heimabiblíunámskeið. Síðar gætirðu spurt húsráðandann hvort hann viti af fleirum sem kynnu að hafa áhuga á því sem hann er að læra.

7 Önnur leið til að vera „kostgæfinn til góðra verka“ í apríl er að taka þátt í mismunandi greinum prédikunarstarfsins. Hefurðu hugleitt að bera vitni í almenningsgörðum eða á bílastæðum, á viðkomustöðum strætisvagna eða við umferðarmiðstöðvar? En í síma, á götum úti eða í fyrirtækjum? Hví ekki að láta verða af því í þessum mánuði? Jehóva getur veitt þér djörfung og kjark til þess. (Post. 4:31; 1. Þess. 2:2b) Reyndu að starfa með brautryðjanda eða boðbera sem hefur reynslu á þessum sviðum þjónustunnar.

8 Allir sem vilja auka hlutdeild sína í boðunarstarfinu ættu að taka þátt í óformlegum vitnisburði. Oft þarf ekki annað en að koma af stað vinalegu samtali við einhvern. Vektu máls á sameiginlegu áhugamáli, kannski með kynningarorðin í 6. grein í huga. Leitastu við að nýta þér stundarkorn sem falla til en færu ellegar forgörðum. Við hendum ekki smápeningum bara af því að þeir eru ekki seðlar. Hví ekki að nýta fimm, tíu eða fimmtán mínútur hér og þar til að bera óformlega vitni?

9 Líttu í eigin barm: Leiddu hugann að kennslunni sem kom svo kröftuglega fram í leikritinu á landsmótinu „Spádómsorð Guðs“ á síðasta ári. Leikritið hét „Metum að verðleikum andlega arfleifð okkar“ og dró fram andstæðuna milli Jakobs og Esaú. Esaú sagðist hafa sama áhuga á andlegum málum og Jakob en verkin sögðu annað. (1. Mós. 25:29-34) Þetta er kröftug viðvörun til okkar! Við skulum vera reiðubúin að erfiða, jafnvel glíma, til að öðlast blessun Jehóva. (1. Mós. 32:24-29) Hví ekki að nota apríl og mánuðina þar á eftir til að glæða kostgæfni okkar og til að einsetja okkur að taka aldrei hina stórkostlegu andlegu arfleifð okkar sem sjálfsagðan hlut?

10 „Hinn mikli dagur [Jehóva] er nálægur, hann er nálægur og hraðar sér mjög.“ (Sef. 1:14) Fagnaðarerindið um Guðsríki þarf að heyrast. Líf manna eru í húfi. Megi þessi mánuður reynast fólki Jehóva giftudrjúgur og megum við öll í sameiningu vera ‚kostgæfin til góðra verka.‘

[Rammagrein á blaðsíðu 4]

Til minnis vegna minningarhátíðar

Minningarhátíðin í ár verður haldin miðvikudaginn 19. apríl og ættu öldungarnir að gefa eftirfarandi málum gaum:

◼ Þegar samkomutíminn er ákveðinn skal þess gætt að brauðið og vínið verði ekki borið fram fyrr en eftir sólsetur.

◼ Allir, þar með talinn ræðumaðurinn, eiga að fá nákvæmar upplýsingar um stund og stað hátíðarinnar.

◼ Útvega skal rétta tegund brauðs og víns og hafa til reiðu. — Sjá Varðturninn 1. febrúar 1985, bls. 17.

◼ Koma skal með diska, glös, viðeigandi borð og borðdúk til salarins og setja fyrir fram á sinn stað.

◼ Hreinsa á ríkissalinn eða annan samkomustað rækilega fyrir hátíðina.

◼ Velja skal bræður til að hafa umsjón í sal og til að bera fram brauðið og vínið, og leiðbeina þeim fyrirfram um skyldustörf sín og hvernig þau skuli innt af hendi.

◼ Gera skal ráðstafanir til að brauðið og vínið verði borið fram fyrir smurða bræður og systur sem ekki geta verið viðstödd vegna veikinda.

◼ Þegar ráðgert er að halda fleiri en eina minningarhátíð í sama ríkissal ætti að vera góð samvinna á milli safnaða svo að forðast megi óþarfa örtröð í anddyri, á gangstéttum og á bílastæðum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila